Leita
Áskrift | Fréttaskot | Auglýsingar Reykjavík: 4.4° 2m/s S

Klæðalitlar stúlkur fá búrkur frá skólanum

Innlent 08:30 › 15. september 2010
Skólinn hefur tekið upp þá nýjung að hafa til taks svartar búrkur ef stúlkur mæta of léttklæddar í skólann.

Skólinn hefur tekið upp þá nýjung að hafa til taks svartar búrkur ef stúlkur mæta of léttklæddar í skólann.

„Kennurum finnst þetta stundum óþægilegt, ef stúlkur eru í hlýrabolum og berar niður að mitti og annað slíkt. Þess vegna fórum við út í þetta, við höfum þá þessar búrkur og þær eru beðnar um að fara í þær ef þetta kemur upp,“ segir Jóhanna María Agnarsdóttir, skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri.

Skólinn hefur tekið upp þá nýjungu að hafa til taks svartar búrkur fyrir stúlkur í eldri bekkjum sem mæta klæðalitlar í skólann. Jóhanna segir að þetta hafi ekki skapað nein vandamál og nemendum hafi í raun þótt þetta fyndið.

Aðspurð hvort einhver tilfelli hafi komið upp þar sem stúlkur hafi þurft að klæðast búrkunum segir Jóhanna svo ekki vera. „Eftir að við tókum búrkurnar í notkun hefur það ekki gerst. Þær liggja ennþá óhreyfðar hjá ritara.“

Einar Þór Sigurðsson (einar@dv.is)

Nánar um málið í DV í dag. Kaupa áskrift!


Senda á Facebook


ATHUGIÐ Ritstjórn DV áskilur sér rétt til að eyða ærumeiðandi ummælum.© 2010 DV ehf. - Allur réttur áskilinn