Iguana eðlur hafa heillað mig frá upphafi og hef ég lagt mikin tíma í að lesa mér til um þær, en því miður er bannað að halda þessar yndislegu skepnur hérna á Íslandi. En ef svo fer hérlendis eins og á hinum norðurlöndunum mun banninu verða aflétt fyrr eða síðar að eitthverju eða öllu leyti.

Ég ákvað að gera þessa heimasíðu til þess að miðla þekkingu minni og annara á þessum dýrum til dýralækna, þeirra sem eru að íhuga að fá sér iguana eða þeirra sem jafnvel gerast svo heppnir að eiga iguana eðlu nú þegar. Þetta eru dýr sem að eru mjög ólík okkur og þurfa mikla og rétta umönnun svo ekki fari illa.
Einnig er þessi síða gerð til þess að kynna þessi dýr fyrir almenningi á landinu, því fólk er jú hrætt við það sem það þekkir ekki, og ef fólk er almennt lafhrætt við þessi dýr, þá mun banninu seint eða aldrei verða aflétt.
Megnið af þessari síðu er svo til beinþýtt af öðrum síðum og upplýsingum bætt við sem að henta íslenskum aðstæðum og hlutir fjarlægðir sem ekki koma íslendingum að gagni (t.d. útibúr og dýralæknalistar).

Ég bið þig því hjartanlega velkominn/velkomna á þessa síðu, hver sem tilgangur þinn er hérna. Skoðaðu, lærðu og segðu vinum þínum og vinkonum frá!


(Síða þessi var síðast uppfærð laugardaginn 1/12 2007)

Ef þú hefur eitthvað til málana að leggja bendi ég þér á iguana fróða einstaklinga á Dýraspjall.com. En þar eru iðulega í gangi lifandi umræður um iguana eðlur, önnur skriðdýr og svo auðvitað öll hin dýrin sem við þekkjum öll.

Höfundur er stoltur meðlimur IRCF - International Reptile Conservation Foundation.

International Reptile Consercation Foundation.

Hafa samband!