custom counter
Q: Ég er ekki með greiðslukort / vil helst ekki nota PayPal verslunarkerfið sem þú notar á síðunni, get ég greitt þér með peningum eða með millifærslu?

A: Auðvitað, sendu mér línu og við gerum samkomulag!




Q: Get ég bara greitt með dollurum ef ég nota PayPal verslunarkerfið hérna á síðunni?

A: Já, því miður, vegna gjaldeyristakmarkanna PayPal er eingöngu hægt að borga í dollurum. Ég er hins vegar meira en tilbúinn til þess að taka við greiðslunni í íslenskum krónum með millifærslu eða peningum.




Q: Er eingöngu hægt að fá myndirnar afgreiddar á strigum í blindrömmum?

A: Það er ekkert mál fyrir mig að afhenda myndirnar á hefðbundnum ljósmyndapappír eða ljósmyndapappír lagðan á kvoðu til að hengja upp án ramma. Verðið myndi þá breytast eftir því sem við á og því er eingöngu hægt að gera slíkar sérpantanir í gegn um tölvupóst eða með því að hafa samband.




Q: Hvernig striga eru myndirnar prentaðar á?

A: Myndirnar eru prentaðar á Chromata White striga frá Breathing Color USA. Eftir prentun er myndin síðan varin með Glamour II vörn og er þá hægt að strjúka af myndinni með rökum klút án þess að laska hana. Nálgast má nánari upplýsingar um strigann með því að smella hér.




Q: Er möguleiki á að fá myndirnar í öðrum stærðum en upp eru gefnar á sölusíðunni?

A: Já, það er vel hægt svo lengi sem stærðarhlutföllin henta myndinni. Að auki, ef óskað er eftir myndinni í blindramma, þá hlaupa mögulegar stærðir á fimm sentimetrum (t.d. 20, 25, 30, 35...). Það er svo ekki hægt að fá blindrammamyndirnar smærri en 20 cm á smærri kantinn. Að lokum er best að benda á það að verði myndirnar prentaðar mjög stórar þá þarf að stækka þær sem gæti komið niður á upplausninni, en ég hef í höndunum mjög góðan stækkunarhugbúnað svo tapið er eins lítið og það gerist, Þ.e. myndirnar pixlast ekki. Ég get sent A4 prufuflöt af myndinni í stærðinni sem óskað er eftir til að taka burtu alla óvissu um upplausnina sé þess óskað.




Q: Hversu lengi þarf ég að bíða eftir myndinni minni?

A: Biðtíminn getur verið misjafn en að jafnaði ekki lengri en fimm virkir dagar. Traffíkin er mest í kring um jólin og nýárið þannig að það er best að hafa góðan fyrirvara þegar pantað er á því tímabilinu.




Q: Þú segir á forsíðunni að myndirnar séu tilbúnar til innrömmunar, getur þú séð um að redda ramma?

A: Ég geri rammana ekki sjálfur, en ég gæti svo sem alveg séð um innrömmunina. Mér þætti þó best að fá einhvern með mér sem þekkir til staðarins þar sem myndin á að fara upp því bestu rammarnir falla vel inn í umhverfi sitt OG bera myndina vel. Ég bendi á Rammastúdíó ehf, Ármúla 20, þar hef ég fengið hraða og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði.




Q: Geturðu sent myndirnar til mín?

A: Já, á höfuðbogarsvæðinu ætti ég að geta rúllað með myndirnar sjálfur án endurgjalds, en út á land þarf ég að senda þetta með pósti og verður kaupandi að greiða sendingargjaldið. Ég mun gera mitt besta til að pakka myndunum sem fara í svona sendingar vandlega, en ég get samt ekki ábyrgst að myndin komist ólöskuð til skila eftir að hún er farin úr mínum höndum.




Q: Get ég fengið að sjá strigamynd eftir þig með berum augum áður en ég ákveð hvort ég vilji kaupa?

A: Vissulega! Það hangir ein innrömmuð í húsgagnaversluninni Heimilisprýði ehf við Hallarmúlann (beint á móti Pennanum). Að öðrum kosti er hægt að fara niður í framköllunarverslunina Pixlar ehf á Suðurlandsbraut 52, (bláu húsin beint á móti McDonalds/Metró) og fá að skoða aðrar myndir á sams konar striga þar.