Frí forrit:

Adium
logo


Adium er MSN forrit búið til af hinum og þessum forriturum launalaust. Afraksturinn er vinsælasta spjallforrit á Mac OS X. Það er til reglulega uppfærður MSN frá Microsoft fyrir Mac, en hann er ljótur, plássfrekur og óþægilegur í samanburði við Adium.
Adium býður ekki upp á alla þá aukahluti sem Microsoft MSN gerir (handwriting, voice clips, nudges, flash broskarlar) og ber þar helst að nefna Web Cam support - En það er víst næst á dagskrá skv. Adium liðinu.
Það sem Adium HEFUR hins vegar fram yfir Microsoft MSN er að það er hægt að stilla það á óendanlega marga vegu til að henta hverjum og einum ásamt því að bjóða upp á script viðbætur (iTunes "now playing", Random staðreyndir, Random móðganir frá Shakespeare, LolCats þýðari...).
Hægt er að nota Adium til þess að spjalla á MSN, ICQ, AIM, Facebook o.fl.

AdiumScreen





Colloquy


Colloquy


Þvert á það sem margir halda, þá er irkið ekki dautt. Ef þú trúir mér ekki, sæktu þér þá Colloquy og gáðu! Það eru til mörg Irc forrit á Mac og flest þeirra eru ókeypis, af þeim er Collocuy sá vandaðasti og flottasti.

ColloquyScreen





Covers


Covers


Covers er agnarsmátt forrit með það eitt í huga að auðvelda þér að prenta DVD eða CD hulstur. Forritið er bara einn lítill gluggi og það eina sem þú þarft að gera er að annað hvort draga hulsturmyndina þína á gluggann og prenta, eða nota innbygðu leitina í forritinu til að láta það finna og prenta fyrir þig hulstrið sem þú ert að leita að. Forritið sér alfarið um að stærðin á prentaða eintakinu passi akkúrat í hin stöðluðu DVD eða CD hulstur.

CoversScreen

(smá feil í myndinni hér að ofan)




DVD Hunter


dvdHunterIcon


Þetta er forrit sem heldur utan um DVD safnið þitt. Til að bæta við mynd í safnið slærðu inn titilinn eða hluta hans og smellir á "Auto Complete". Þá fyllist sjálfkrafa út myndin á hulstrinu, persónur og leikendur, leikstjóri, plot summary o.fl. Þetta á bágt með íslenskar myndir en það er leikur einn að fylla allt út sjálfur. Maður getur svo flokkað þetta enn frekar sjálfur, gefið myndunum stjörnur og sett í möppur eftir t.d. tegundum. Loks er hægt að fletta í þessu með því að skoða hulsturmyndirnar rétt eins og um glymskratta væri að ræða. Ég nota þetta mikið því ég er með DVD myndirnar mínar hingað og þangað og er því með merkt við hverja mynd hvar hún er í íbúðinni (box með rauðu loki, box með glæru loki, skápur inni í stofu....). Það er hægt að samstilla forritið þannig að það hafi miðlægan gagnagrunn - ef það eru t.d. tvær tölvur á heimilinu og báðar með DVD Hunter, þá er nóg að bæta við mynd í annari tölvunni og hún kemur upp í hinni.

dvdhunterScreen





Flickr Uploadr


FlickrUploadr


Ef þú ert með Flickr ljósmyndasíðu, þá er þetta forrit skyldueign. Þetta gerir þér kleift að senda inn margar myndir í einu og tagga þær í leiðinni. Forritið getur líka séð um að minka niður myndirnar fyrir þig í leiðinni. Miklu fljótlegra og auðveldara heldur en að nota innbygða öpplóderinn á vefsíðunni.

FlickrUploadrScreen





Freezer


Freezer


Freezer er sniðugt forrit, sérstaklega fyrir þá sem eru að nota hægvirkar tölvur eins og ég (tvær tölvur, önnur átta ára og hin sex ára). Freezer forritið heldur til í menubarinu á tölvunni og þar er listi yfir öll forrit sem eru í gangi hverju sinni. Hægt er að smella á einstaka forrit til að frysta þau á staðnum, þá taka þau ekki upp neitt vinnsluminni eða örgjörvavinnslu á meðan - til þess að þýða forritin aftur er smellt á þau aftur í Freezernum og þá halda þau áfram að vinna eins og ekkert hafi gerst.

FreezerScreen





NicePlayer


nice


NicePlayer er margmiðlunarspilari sem hægt er að nota í staðinn fyrir QuickTime forritið sem fylgir með tölvunni. Það sem NicePlayer hefur fyrst og fremst umfram QuickTime er að hann spilar myndir höktlaust á hægvirkum tölvum eins og mínum á meðan forrit eins og VLC og mPlayer láta allt hiksta eða hljóðið stingur myndina af. Með Perian viðbótinni (sjá neðar) spilar þetta forrit allt sem þú hendir í það.

niceplayerScreen





Norrkross MorphX


MorphX


MorphX er lítið en öflugt forrit til að búa til svokallaðar morph hreyfimyndir úr tveimur kyrrmyndum. Segjum að þú sért með tvær myndir, eina af Jóni og aðra af Gunnu, þú hleður þeim inn í forritið og segir forritinu hvar vinstra augað á Jóni er og sömuleiðis fyrir Gunnu - Endurtekur ferlið fyrir hægra augað og alla helstu punkta á myndinni. Niðurstaðan verður stutt hreyfimynd af anditinu hans Jóns að svona "grautast" yfir í andlitið hennar Gunnu.

morphXScreen





Onyx


OnyX-Leopard


Onyx er mjög hentugt forrit. Það svona tekur til í tölvunni hjá manni og lagar villur á harða diskinum þannig að tölvan verður sprækari fyrir vikið. Það er voða gott að keyra þetta forrit svona nokkrum sinnum á ári.

onyxScreen





PCSX


pcsx


PCSX er PlayStation 1 hermir. Keyrðu forritið, settu PlayStation 1 disk í drifið á makkanum þínum og sjáðu hvað gerist! ;)

pcsxscreen





Perian


perian


Perian er eginlega ekki forrit heldur meira svona eins og viðbót. Eftir að hafa sett þetta inn þá geturðu spilað svo til allar gerðir myndskeiða í QuickTime, iTunes og NicePlayer. Oft virka myndskeyð í QuickTime eftir að Perian hefur verið settur inn sem VLC og mPlayer ráða ekkert við.




Photomatix


Photomatix48


Photomatix er myndvinnsluforrit með aðeins eitt markmið: HDR. HDR stendur fyrir Hyper Dynamic Range og þess háttar ljósmyndir eru samsettar úr þremur eða fleiri venjulegum ljósmyndum teknum á sama augnablikinu. Ein yfirlýst, ein rétt lýst og ein undirlýst. Photomatix tekur svo þessar myndir og notar það besta úr hverri fyrir sig og setur í eina mynd. Þannig nást öll smáatriði í skýjunum án þess að það sem er á jörðu niðri sé undirlýst og of dimmt.

PotoMatixScreen





QuickSilver


quicksilverScreen


Þetta er mjög vinsælt forrit sem gerir þér kleyft að keyra forrit, skoða myndir eða myndskeið án þess að nota músina og allt á innan við sekúndu. QuickSilver keyrir í bakgrunninum og birtist aðeins þegar þrýst er á sérstaka lyklasamsetningu (ég nota epli+°). Svo slær maður inn hluta af nafni skrárinnar sem maður ætlar að nota og ýtir á enter. Það er svo hægt að bæta við eiginleikana með viðbótum t.d. að slá inn nafn skrár, ýta svo á hægri örvarhnappinn og á enter til að senda hana í tölvupósti.




SheepShaver


SheepShaver


Áttu gamlan leik inni í geymslu sem virkar bara á steinrunnum Apple vélum? Þá er SheepShaver vinur þinn. SheepShaver gerir þér kleift að keyra Mac OS 7.6 til 9.1 og gefur þér þar með aðgang að gömlu eftirlætunum eins og Doom I og II, Diablo, Warcraft I og II, Mokey Island leikirnir o.fl. :)
Þetta er samt smá moð, það þarf ROM skrá úr gamalli Apple vél (torrent!) og gamlan Mac OS install disk (torrent!).

SheepShaverScreen





ThumbsUp


thumbsup_20071219113731


Ég nota þetta forrit sjaldan, en þegar ég þarf að nota það þá hefur það bjargað lífi mínu. Þetta forrit minkar niður myndir sem þú dregur yfir það. Þú getur stillt stærðirnar fyrst og hent svo eins mörgum myndum og þér sýnist í forritið í einu. Hlutur sem tæki margar klukkustundir tekur nú aðeins örfáar sekúndur.





Tofu


tofu


Áttu vin sem skrifar mikið og sendir þér hluti sem þú átt að lesa yfir? Tofu er málið. Opnaðu textaskjöl með Tofu og þau birtast þér uppsett í dálka eins og í dagblöðunum. Það er auðveldara og fljótlegra að lesa dálkaskiptan texta... A.m.k. finnst mér það.

TofuThumb





Transmission


transmission-bittorrent-300x300


Transmission er besta torrent forritið sem ég veit um. Létt, nett og einfalt með gommu af stillingaratriðum fyrir takkaböffana.

transmission





YouView


youview


YouView er forrit sem þú notar til að skoða YouTube án þess að opna vafrann þinn. YouView spilar bara myndskeiðin, engar auglýsingar. Myndskeyðin eru ekki í Flash útgáfunni sem YouTube notar heldur í mun meiri gæðum. Hægt er að vista myndskeyðin á tölvuna og, ef maður borgar vistað þau á öðru sniði en því upprunalega. Einnig ef maður borgar getur maður náð tónlistinni úr myndböndunum á mp3 sniði og spilað HD mynskeið. Ég nota þetta daglega!

youviewScreen





Ófrí forit



Ableton Live


ableton


Það er dýrt, það er stórt það er þungt, það er Ableton Live. Þetta er samt sem áður eitt þægilegasta og öflugasta tónlistarforritið á markaðnum í dag, ég vil ekki snerta neitt annað og til að nefna nokkra sem eru sammála mér: Daft Punk, Sasha, Cold Cut, Mogwai, Nine Inch Nails ofl.

Ableton_Live_7LE





DoubleTake


dt


DoubleTake er myndvinnsluforrit sem skeytir saman tveimur eða fleiri ljósmyndum til að mynda eina langa (eða háa) ljósmynd. Forritið er gætt gervigreind svo það nær að giska á hvar önnur myndin endar og hvar hin tekur við og skeytir þeim saman á viðeigandi hátt. Það er hægt að fikta við samskeytin á ýmsa vegu til að fela þau betur.

dtScreen





EasyCrop


easycrop


EasyCrop er lítið og þægilegt forrit til að minka niður myndir eða taka úr þeim bút og vista sem nýtt eintak. Sem dæmi um aðstæður þar sem svona forrit er þægilegt má nefna hlekkjasíðuna mína þar sem ég vil hafa allar myndirnar jafnstórar.

easycropScreen





Escape Velocity: NOVA


nova


Þetta er ekki forrit, þetta er leikur - uppáhalds leikurinn minn. Hann gerist í geimnum troðfullur af geimskipum, plánetum, stjórmálum, vopnum, aukahlutum o.fl. o.fl. Þegar maður er orðinn leiður á því sem til er sækir maður bara meira á netinu og leikurinn verður eins og nýr. Ég hef spilað þennan reglulega í allnokkur ár. :)

novaScreen





Jer's Novel Writer


JNW


Eins og nafnið gefur til kynna er þetta ritvinnsluforrit, en ekki þetta týpíska Wörd dótarí. Þetta er ritvinnsluforrit fyrir skapandi skrif með innbyggðum gagnagrunni svo þú getir haldið utan um persónur, staðarlýsingar, hluti o.fl. Einnig er mjög einfalt að bæta við svona sticky notes hér og þar í textanum. Jafnframt er þetta eina forritið sem ég hef lesið allt User Agreementið frá A til Ö enda skrifað af rithöfundi. Ef þú sendir honum bréf og byður nógu fallega gæti verið að hann gefi þér dúndurafslátt eða jafnvel frítt eintak!

jnwScreen





Things


ThingsScreen


Þetta er ToDo forrit sem heldur utan um allt sem þú ætlar þér að gera og getur látið þig vita þegar þú átt að gera það. Ég nota það reyndar meira til að halda utan um stærri verkefni og alla smáu hlutina sem þau innihalda.

ThingsScreenshot480x360





WireTap Studio


wiretap


Þetta er hljóðupptökuforrit sem þú getur still til að taka bara við hljóði frá vissu forriti, öllum forritum eða úr míkrafóni. Eftir á geturðu svo klippt upptökuna til á einfaldan hátt og sett nokkra effekta. Loks er hægt að velja á hvaða sniði og í hvaða gæðum er vistað.

WireTapStudio