Gátlistinn minn yfir áskoranir í Mega Man 9:

01 Waltz - Klára leikinn á innan við 120 mínútum.

02 Tango - Klára leikinn á innan við 90 mínútum.

03 Jitterbug - Klára leikinn á innan við 60 mínútum.

04 Bust a Move - Klára leikinn án þess að missa marks með aðalvopninu.

05 Headbanging - Sigra átta endakalla án þess að vera með hjálminn.

06 Bunny Hop - Klára borð án þess að hoppa oftar en fimmtíu sinnum.

07 Mr. Trigger Happy - Klára leikinn eftir að hafa skotið oftar en fimmhundruð sinnum með aðalvopninu.

08 Double Trouble - Fara tvisvar í öll borð og klára leikinn - Reyndi við þessa, en fór óvart þrisvar í eitt borðið. :/

09 Mr. Perfect - Klára leikinn án þess að fá á sig högg (Úff!).

10 Invincible - Klára leikinn án þess að missa aukalíf.

11 Almost Invincible - Klára leikinn án þess að nota Continue.

12 No Coffee Break - Klára leikinn án þess að nota E eða M dósir (fylla orkuna).

13 Air Shoes - Klára leikinn án þess að detta ofan í holu.

14 Mega Diet - Klára leikinn án þess að taka upp fleiri en átta orkutöflur (þessar detta úr óvinunum að handahófi - Í lokin verður maður að taka átta svona til að halda áfram).

15 Encore - Klára fjögur borð með sama aukavopninu (ekki endalaus skot).

16 Peacekeeper - Klára leikinn með því að drepa eins fáa óvini og hægt er (drepa bara endakalla sem sagt).

17 Conservationist - Klára leikinn og nota eins lítið af aukavopnum og hægt er.

18 Farewell to Arms - Klára fjögur borð án þess að nota aukavopn.

19 Gamer's Day - Klára leikinn fimm sinnum á einum sólarhring.

20 Daily Dose - Klára leikinn einu sinni á dag í þrjá daga.

21 Whomp Wily! - Klára leikinn einu sinni.

22 Truly Addicted! - Klára leikinn tíu sinnum.

23 Truly Hardcore! - Klára leikinn þrjátíu sinnum.

24 Conqueror - Drepa hundrað óvini.

25 Vanquisher - Drepa fimmhundruð óvini.

26 Destroyer - Drepa þúsund óvini.

27 World Warrior - Drepa allar tegundir óvina í leiknum.

28 Trusty Sidearm -Sigra alla átta endakallana eingöngu með aðalvopninu.

29 Pack Rat - Safna og halda 999 skrúfum (gjaldmiðill).

30 Valued Customer - Kaupa alla hluti sem í boði eru.

31 Shop a Holic - Kaupa þrjátíu hluti eða fleiri.

32 Last Man Standing - Sigra alla endakallana með aðeins eitt strik í lífi eftir (kræst!).

33 Survivor - Sigra endakall með aðeins eitt strik í lífi eftir.

34 Hard Rock - Klára borð án þess að fá á sig högg.

35 Heavy Metal - Klára borð án þess að hleypa af skoti (úff).

36 Speed Metal - Klára borð án þess að stoppa nokkurn tíma (úff... en ég náði þessari óvart).

37 Fantastic 9 - Vera með níu aukalíf.

38 Fully Unloaded - Hitta endakall með öllum aukavopnunum áður en hann er sigraður.

39 Blue Bomber - Sigra endakall án þess að fá á sig högg.

40 Eco Fighter - Sigra endakall eingöngu með því að nota aðalvopnið (það er ekki hægt að klára leikinn án þess að fá þessa).

41 Marathon Fight - Berjast við endakall í tíu mínútur eða lengur.

42 Quick Draw G - Sigra Galaxy Man á innan við tíu sekúndum.

43 Quick Draw C - Sigra Concrete Man á innan við tíu sekúndum.

44 Quick Draw S - Sigra Splash Woman á innan við tíu sekúndum.

45 Quick Draw H - Sigra Hornet Man á innan við tíu sekúndum.

46 Quick Draw J - Sigra Jewel Man á innan við tíu sekúndum.

47 Quick Draw P - Sigra Plug Man á innan við tíu sekúndum.

48 Quick Draw T - Sigra Tornado Man á innan við tíu sekúndum.

49 Quick Draw M - Sigra Magma Man á innan við tíu sekúndum.

50 Quick Draw X - Sigra aðalendakallinn á innan við 180 sekúndum.

Mínir tímar á borðum/heimsmetið:


Mig grunar að það séu oft hakkarar í efsta sætinu og jafnvel oft í öðru sætinu líka, alltaf þeir sömu og alltaf tæplega mínútu á undan þriðja sætinu. Svo munar næstum engu á öllum hinum sætunum sem er öllu eðlilegra miðað við topp tíu heimsmetalista.

Magma Man: 1:48:95 / 0:29:51 <-- sennilega svindl, annað sætið er: 1:17:26
Hornet Man: 1:57:36 / 0:45:68 <-- svindl? annað sætið er: 1:12:51
Galaxy Man: 2:14:46 / 1:33:93
Tornado Man: 2:00:88 / 0:37:21 <-- svindl? annað sætið er: 1:12:51
Jewel Man: 2:02:28 / 1:12:25
Splash Woman: 2:17:31 / 1:33:31
Plug Man: 1:56:78 / 0:41:45 <-- svindl? annað sætið er: 1:12:51 hmmm... þetta er ekki tilviljun...
Concrete Man: 1:56:50 / 1:19:16
Wily Castle 1: 2:52:66 / 1:02:85 <-- svindl? annað sætið er 1:26:46
Wily Castle 2: 3:22:75 / 1:08:78 <-- svindl? annað sætið er 1:58:71
Wily Castle 3: 3:14:45 / 0:51:03 <-- svindl? annað sætið er 1:33:02 þriðja: 1:59:40
Wily Castle 4: 4:11:50 / 1:49:83
Special Stage 4:40:33 / ??:??:??