Ef þú ert að íhuga að fá þér iguana eðlu, þá er það mjög mikilvægt að þú vitir hvað þú þarft að leggja á þig til þess að halda dýrinu lifandi og heilbrygðu. Hér á eftir er spurningalisti sem þú ættir að fara yfir áður en þú tekur stóru ákvörðunina...

Ertu ummhyggjusöm/samur?

Iguana eðlur þurfa ástúð og umhyggju, rétt eins og hundar og kettir. Þær eru ekki eitthver kvikindi sem að fíla að vera föst inni í búrinu allan daginn, gefið að éta, hreinsað og svo hunsaðar. Þær þurfa nærveru, samskipti og umhyggju.


Ertu þolynmóð/ur?

Það tetur mjög langan tíma að temja meðal iguana eðluna, og eðlan mun þurfa stanslausa athygli þína til þess að temjast.


Ertu tilbúin/n í stóra skuldbindingu?

Iguana eðla sem vel er um hugsað getur lifað í vel yfir 20 ár! Ert þú reiðubúin/n til þess að fylgja því eftir alla leið, eða trúir þú því að þú getir svo bara selt eða gefið eðluna þegar þú verður leið/ur á henni? -Það er ekki satt; ég hef séð andlega særða iguana eðlu með egin augum undir þeim kringumstæðum... Það er ekki fögur sjón.


Lifirðu stöðugu lífi?

Muntu þurfa að skilja eðluna eftir eina í sífellu? Ertu týpan sem að ferðast mikið? Muntu flytja mikið? Iguana eðlur ættu að hafa eins stöðugt og óbreytilegt umhverfi og mögulegt er.


Ertu fjárhagslega vel stæð/ur?

Að ala upp hrausta iguana eðlu er dýrt spaug! Fyrir fullvaxta iguana eðlu þarftu oft að kaupa ferskan mat, byggja RISASTÓRT búr, helst heilt herbergi (þær verða vel yfir tveggja metra langar) og kaupa nauðsynlegan varning. Reglulegar dýralæknaheimsóknir eru nauðsynlegar. Ertu reiðubúin/n fyrir kostnaðinn? Ertu reiðubúin/n fyrir neyðartilvikin sem kunna að skapast? Ertu reiðubúin/n til þess að aka langar vegalengdir til þess að finna góðan dýralækni sem getur séð um eðluna þína?


Ertu tilbúin/n til þess að lesa fáránlega mikið um þessi dýr (alla þessa síðu og meira til)?

Að læra hvernig á að annast iguana eðlur er nám sem maður lýkur aldrei. Upplýsingarnar breytast í sífellu eftir því sem eðlurnar eru rannsakaðar meira. Það þarf að gera heilan helling af hlutum áður en þú svo mikið sem kemur með eðluna heim í fyrsta skiptið! Ertu tilbúin/n til þess að lesa heilan helling af stórum vefsíðum um þessi dýr og helst nokkrar bækur líka, eða mun þér bara þykja nægar upplýsingarnar sem að eitthver náungi úr dýrabúð gefur þér? Muntu stoppa á fyrstu fræðslusíðunni, lesa hana og kalla þetta gott, eða muntu halda áfram að leita uppi upplýsingar um eðluna?


Hefurðu tíma fyrir iguana?

Ekki bara tíma til þess að gefa henni að borða, þrífa og skipta um vatn. Heldur þarftu líka að tala við eðluna, klappa henni og gæla við hana. Þær þurfa á því að halda! Þær geta ekki bara verið alltaf læstar inni í búri og hunsaðar!


Sýnirðu samúð?

Muntu gera þitt besta til þess að setja þig í fótspor eðlunnar þinnar? Geturðu skilið eðlan er að leggja mikið á sig til þess að vera hluti af þinni veröld, þrátt fyrir hinn mikla mun sem á ykkur er? Ef eðlunni þinni líður illa vegna eitthvers, muntu þá geta sett þig í hennar stað og reyna að skilja hvert vandamálið er?


Ertu áreyðanleg/ur?

Iguana eðlur þurfa stöðugleika á öllum sviðum, reglulega matargjöf, reglulegan "klósetttíma", reglulegan gælutíma o.s.frv. Lifirðu lífi sem að gerir þér kleift að hafa tíma í þetta? Nennirðu því á annað borð?



Ef þú getur með hreinni samvisku svarað öllum spurningunum hér að ofan játandi, þá, kanski ertu hæf/ur til þess að vera í eigu iguana eðlu. Áður en þú stekkur út og kaupir þér iguana eðlu, er mikið sem þú þarft að læra um þær og hvað þú þarft að hafa tilbúið heima fyrir þegar þú kemur með hana heim. Eftirfarandi er listi yfir það sem þú þarft að læra, ákveða og gera áður en þú færð þér iguana eðlu...


1. Lærðu allt sem þú getur um iguana eðlur og umönnun þeirra.

Þú getur byrjað á því að lesa allt sem þú finnur um iguana eðlur hér á þessari síðu. En ekki stoppa þar... Haltu áfram að lesa og læra allt sem þú getur áður en þú stekkur út í skuldbindinguna.
Hér eru nokkrar síður sem ég mæli með:
Green Iguana Society (þessi listi og margt annað af þessari síðu er nánast beinþýtt af GIS síðunni.
Henry Lizardlover Náungi sem að lifir fyrir eðlur og skilur þær jafnvel betur en nokkur önnur mannvera.
Melissa Kaplan Hún er sérfróð um iguana eðlur og önnur skriðdýr, en þrátt fyrir að hafa sameiginlegt áhugasvið og Henry Lizardlover hér að ofan hafa þau lent í hár saman oftar en einu sinni.
Þessar síður eru bara byrjunin... það eru hundruðir síðna þarna úti og eftir því sem þú lest fleiri mun þér takast að sía burt bullið á sumum þeirra og nýta þér þekkinguna sem hinar bjóða. - Góða skemmtun!


2. Hvar ætlarðu að fá þér iguana eðluna?

Það er heill hellingur af iguana eðlum hérlendis sem illa er farið með og þurfa að fara á betra heimili og ég mæli frekar með því að þú leitir uppi eina slíka í stað þess að snúa þér að smygli og krimmahætti. Ég veit vel að með því að kaupa eðlu af smyglara er maður að styrkja þá og þeirra starfsemi, en þar sem bannað er að kaupa þessi yndislegu dýr löglega eru margir of þrjóskir til þess að bíða eftir því að banninu verði aflétt, og ein leiðin til þess að líta á þetta er sú að einhverjir verða jú að eiga þessi dýr hér á landi og sýna að af þeim stafar engin smithætta ef rétt er að farið. Hvernig sem þú munt komast yfir eðluna þína (vonandi þegar að banninu verður aflétt), þá þarftu að vera tilbúin/n til þess að hugsa vel og rétt um hana og sýna gott fordæmi, þó ekki sé nema rétt bara til þess að skemma ekki fyrir okkur hinum sem langar líka í eða eigum nú þegar skriðdýr.


3. Er heimilið þitt tilbúið fyrir iguana eðlu?

Það er mjög mikilvægt að vera tilbúin/n áður en þú kemur heim með nýju eðluna þína. Þú verður að hafa búr tilbúið sem að er rétt uppsett og hefur allt sem til þarf (algengast er að fólk gleymi UVB ljósinu og eðlurnar deyji fyrir aldur fram). Fjallað er um iguanabúr annars staðar á þessari síðu. Þú þarft líka að vera viss um að fjölskylda þín sé tilbúin til þess að búa með eðlunni! Fyrir utan skriðdýrabannið, þá er bannað að halda dýr í mörgum blokkum og þá þarftu að fá leyfi fólksins á stigaganginum.


4. Finndu dýralækni sem getur meðhöndlað iguana eðlur.

Það er einnig mjög mikilvægt að þú sést búin að finna góðan dýralækni sem að er reyðubúin að hætta starfsferli sínum til þess að hjálpa eðlunni þinni í neyðartilfellum og athuga hana reglulega. Þetta getur reynst sérstaklega erfitt hér á landi vegna skriðdýrabannsins, en til þess að fá leyfi sitt þurfa íslenskir dýralæknar að sverja tvo eiði:
1: Aldrei að vísa burt sjúku dýri. -Þetta er hinn aðþjóðlegi eiður dýralækna.
2: Aldrei að sinna ólöglegu dýri. -Þetta er séríslenskt og frekar fáránlegt fyrirbæri.
Ef að dýralæknir er staðinn að því að brjóta annan hvorn eiðinn á hann á hættu á viðvörun og gæti jafnvel misst starfsleyfið. Þannig að ef að komið er með skriðdýr til dýralæknis er verið að þvinga viðkomandi til þess að brjóta annan hvorn eiðanna. Ef að dýralæknir lógar eðlunni og hringir á lögguna getur það kostað hann leyfið, sem og ef hann sinnir dýrinu á eðlilegan og mannúðlegan hátt.
Þess vegna ætti séríslenski eiðurinn að vera afnuminn sem fyrst, hvort sem að skriðdýrabannið stendur eða fellur!
Einnig er mikilvægt að skilja það að langflestir dýralæknar hérlendis eru óhæfir til þess að sinna skriðdýrum, jafnvel þótt þeir væru allir að vilja gerðir, svo hér er mjög mikilvægt að vanda valið sérstaklega vel.


5. Hefurðu allt annað sem þú þarft?

Ásamt öllu sem þú þarft fyrir búrið (UV ljós, hita- og rakabúnað o.s.frv.) þarftu nokkra aðra hluti, svo sem vatns og matardalla, hreinan úðabrúsa (til að gera "rigningu"), skyndihjálparkassa, eitthvað til þess að snyrta klærnar með, góðan stað til að kaupa rétta matinn og margt margt margt fleira sem þú munt læra smám saman eftir því sem þú lest þér meira til um eðlurnar.


6. Keyptu áreyðanlega bók um umönnun iguana eðla.

Þrátt fyrir að það sé hægt að læra margt um iguana eðlur á þessari síðu og öðrum á netinu er nauðsynlegt að geta gripið í góða bók um iguana eðlur ef maður skyldi t.d. þurfa að vita eitthvað strax og netið væri niðri. Það eru margar óáreyðanlegar bækur um iguana eðlur þarna úti sem eru fullar af bulli og vitleysu. Green Iguana Society mæla með bókinni Green Iguana: The Ultimate Owner's Manual eftir James W. Hatfield III. Hægt er að kaupa bókina Hérna af Amazon.co.uk fyrir litlar 1.300 krónur (kanski um 3000 kall með tollum og öllu).


Eins og þú hefur sennilega komist að eftir þessa lesningu, þá er heill hellingur sem þú þarft að gera og læra áður en þú færð þér iguana eðlu... og þetta eru bara grunnatriðin! Mjög margir stökkva bara strax og kaupa sér eðlu og komast SVO að því að þetta er allt of mikil fyrirhöfn og erfiði fyrir sig. Ég er ekki að reyna að tala fólk ofan af því að fá sér iguana eðlu, ég er bara að reyna að sía burt fólkið sem að á ekki eftir nenna að sjá um þær eða getur ekki séð um þær og sporna við því að þær deyi úr vanrækslu í hundraðatali. Ég vona að þessi síða hafi hjálpað þér í að finna svarið við spurningunni "Ertu tilbúin/n til þess að eignast iguana?". -Gangi þér vel!