Að bregðast við meiðslum.

Áður en við förum lengra skaltu mun að þú ættir að vita hvaða dýralæknir getur tekið við eðlunni áður en eðlan slasast. Ef þú gerir þetta þá sleppirðu við að leita af dýralækni í mikilli angist á meðan eðlunni þinni fossblæðir eða er stórslösuð.

Smáir skurðir, rispur og yfirborðssár.

Regla númer eitt ef að eðlan þín slasast er haltu ró þinni! Hægt er að gera illt verra með því að reyna að meðhöndla sár í miklu fáti. Einnig er mikilvægt að skoða vandlega í hverju meiðslin felast. Athugaðu hvaðan blæðir ef þú finnur blóð og skoðaðu sárið. Ef blóðið sprautast út, þá er engan tíma að missa og eðlan verður að fara strax til dýralæknis áður en henni blæðir út. Ef blóðið rétt rennur úr sárinu eða er bara örlítið rakt og virðist jafnvel vera að storkna, þá hefurðu meiri tíma. Ef sárið virðist ekki geta verið banvænt skaltu sulla betadíni yfir það og grisja það svo með sótthreinsuðum umbúðum. Hvort þú ættir að fara til dýralæknis eftir að þú sérð sár á eðlunni þinni fer eftir stærð sársins og staðsetningu. Flest smærri sár er hægt að annast heima við ef eigandinn er samviskusamur.

Umhverfi eðlunnar þarf að vera sérstaklega hreint ef sárið á að gróa vel og sýkingarlaust. Daglegt bað í vatni sem búið er að setja betadine út í (svona rétt nóg til að vatnið verði tebrúnt að lit) og í kjölfarið þunnt lag af sýklalyfjakremi á sárið. Það má EKKI grisja sárið eftir að hætt er að blæða úr sárinu og blóðið hefur storknað, því sáraumbúðir hindra að sárið grói. Eina undantekningin er ef sár eru á stöðum það sem þau geta auðveldlega sýkst eða rifnaðu upp, svo sem á iljum eða á maganum.

ATHUGASEMD: Ef þú ákveður að meðhöndla sárið heima við án þess að fara til dýralæknis er MJÖG MIKILVÆGT að fylgjast vel með sárinu reglulega á meðan það gróir. Fylgstu vel með því hvort upp komi roði, bólgur, heil hreistur að detta af í kring um sárið, ójöfnur í sárinu eða hvort eðlunni þyki óvenjulega vont ef komið er við sárið. Aðeins þarf eitt þessara einkenna að vera til staðar til þess að sennilegt sé að sýking sé komin í sárið, en einnig geta mörg einkennanna komið fram við sama sárið. Sýkingar verða að vera meðhöndlaðar af dýralækni tafarlaust. Ef eðlan þín fær stórt sár skaltu halda eins lítið á henni og hægt er og hafa strax samband við dýralækni. Það er mjög mikilvægt að vera búin/n að finna dýralækni sem er bæði tilbúinn til að taka á móti eðlunni þinni OG hefur kunnáttuna til þess að sinna henni. Það gæti tekið mjög langan tíma að finna slíkan dýralækni og þess vegna ættirðu að byrja á því helst áður en þú færð eðluna þína í fyrsta skiptið. Ef þú treystir þér til, skaltu varlega hreinsa sárið og setja sáraumbúiðir yfir það áður en þú ferð til dýralæknis. Þetta spornar við því að sárið sýkist á meðan eðlan er flutt til dýralæknis. Flest skriðdýr sem hlotið hafa stór sár munu verða deyfð og saumuð ásamt því að eigandanum er gefið sýkladrepandi smyrsl til að bera reglulega á sárið.

Brotnir útlimir og tær.

Ef þú telur að eðlan þín sé beinbrotin, þá er mikilvægt að þú færir hana eins lítið til og hægt er og haldir helst ekki á henni nema nauðsyn krefji. Óþarfa brölt getur gert beinbrotið mun verra en áður var og fleiri bein gætu jafnvel brotnað ef í ljós kemur að eðlan hefur MBD. Ekki reyna að gifsa eða spelka beinbrotin sjálf/ur!! Eðlan verður að fara tafarlaust til dýralæknis! Til þess að flytja hana til dýralæknis skaltu láta hana á flatt yfirborð og breyða handklæði yfir höfuð hennar, en það róar langflestar eðlur og hindrar þær í að brölta mikið. Gættu þess að gera engar snöggar hreyfingar og talaðu lágt þegar handklæðið er komið yfir eðluna. Dýralæknirinn mun taka röntgen mynd af beinbrotinu og ákveða hvernig þurfi að stilla brotið af til að það grói rétt. Dýralæknirinn mun sennilega staðdeyfa eðluna til þess að rétta beinbrotið og setja gifsið á. Sár á dýrum með kalt blóð eru lengur að gróa heldur en sár á spendýrum. Vertu því viðbúin/n hægum bata og litlu príli og flakki hjá eðlunni. Það gæti líka verið góð hugmynd að fjarlægja allt prílidót fyrstu vikuna eða tvær eftir beinbrot.

Sársauki og ráð við honum í iguana eðlum er lítið þekktur enn sem komið er og flestir dýralæknar (jafnvel þessir bestu sem sérhæfa sig í skriðdýrum) gera lítið við honum. En mundu að skriðdýr finna vel fyrir sársauka, rétt eins og við! Prófaðu að spyrjast fyrir hjá dýralæknum um verkjastillandi lyf fyrir eðluna þína. Dýralæknirinn ætti að geta fundið tegund og skammt sem ekki er skaðlegur fyrir eðluna þína.

Halinn dottinn af!.

Upplýsingar um þetta tilfelli eru að finna í samnefndri undirsíðu sem finna má hér til hægri.