Eldur - tsssssshh...
Ég fór með tótu á listasýningu í dag í Listasafni Reykjavíkur... Ótrúlegt en satt, þá gleymdi ég að borga í stöðumælinn og mundi ekki eftir því fyrr en við vorum komin út aftur, engin sekt var á bílnum! Laugh
Hefði viljað vera lengur á sýningunni, en við vorum tímabundin. :S
Sýningin er um grafík, eða öllu heldur gamlar auglýsingar... Þarna má finna gamlar umbúðir af hlutum eins og "Egils Kampavín í gleri" o.fl... Í kvikmyndasalnum eru sýndar ýmsar sjónvarpsauglýsingar frá horfnum tímum og eru langflestar stórskemmtilegar.
Það kostar 500kr. inn, en sé farið á mánudögum þá fær maður frítt inn. Ég mæli með þessari án hiks.

Um sýninguna

Áður en við fórum á sýninguna fórum við Tóta að dekkjabrennunni og smellti ég af nokkrum, vonandi, góðum myndum. Enginn eldur sást, en mikill reykur steig upp úr hrúgunni ásamt ókræsilegri fýlu. Við hrúguna sat slökkviliðs maður með dælu í klofinu og sprautaði á eldinn og færði bununa reglulega. Hann var líklega búinn að gera þetta lengi því hann var farinn að leggjast út af á milli bunubyltinga.
Það var slatti af fólki þarna að skoða þetta, sumir með vídjóvél, heilu fjölskyldurnar lögðu leið sína að Hringrás til þess að horfa á brennandi dekkjahrúgu...
-Þjófstart á þrettándann?