Bílavesen...
03/12/04 21:19
Ég skrapp á kaffihús í fyrradag með Tótu, Agga, Silju
og Bjarka. Andrúmsloftið var frekar rafmagnað og var
yfirnáttúrulega mikið skvaldur inni á kaffihúsinu
miðað við að þar voru varla fleiri en svona 25-30
manns. Síðan fór Bjarki og varð ég að hlaupa á eftir
honum með eitthverja gamla sokka sem hann hafði
gleymt hjá Tótu forðum daga. Síðan fór Tóta og svo
tæmdist kaffihúsið nánast þannig að aftur var hægt að
heyra orða skil. Sigrún Siljuvinkona bættist svo í
hópinn og var setið þar til kaffihúsið lokaði.
Við héldum þaðan á bílnum mínum út á BSÍ að fá okkur svið... Nei, við fengum okkur pizzusamlokur og franskar, kanski svið seinna. Eftir matinn var planið að Skutla Sigrúnu heim, en bílinn var búinn að fá nóg og tók upp á því að drepa reglulega á sér... Ég hélt að hann væri bara kaldur og hélt ótrauður áfram og skömmu síðar dó bíllinn og fór ekki aftur í gang.
Sem betur fer var ekki langt til Sigrúnar og fórum við þangað að bíða Þorgeirs sem að var svo góður að redda restini af liðinu heim. Heima hjá Sigrúnu kennir ýmissa grasa úr íslenska listaheiminum enda faðir hennar einn af stóruköllunum í LHÍ. Ég hefði viljað skoða þetta lengur, en það verður víst að bíða betri tíma því Þorgeir var kominn og þolynmæðin á þrotum.
Það þurfti meðal annars að skipta um rafgeymi og bensínsíu í bílnum mínum, en hann er orðinn eins og nýr núna.
Við héldum þaðan á bílnum mínum út á BSÍ að fá okkur svið... Nei, við fengum okkur pizzusamlokur og franskar, kanski svið seinna. Eftir matinn var planið að Skutla Sigrúnu heim, en bílinn var búinn að fá nóg og tók upp á því að drepa reglulega á sér... Ég hélt að hann væri bara kaldur og hélt ótrauður áfram og skömmu síðar dó bíllinn og fór ekki aftur í gang.
Sem betur fer var ekki langt til Sigrúnar og fórum við þangað að bíða Þorgeirs sem að var svo góður að redda restini af liðinu heim. Heima hjá Sigrúnu kennir ýmissa grasa úr íslenska listaheiminum enda faðir hennar einn af stóruköllunum í LHÍ. Ég hefði viljað skoða þetta lengur, en það verður víst að bíða betri tíma því Þorgeir var kominn og þolynmæðin á þrotum.
Það þurfti meðal annars að skipta um rafgeymi og bensínsíu í bílnum mínum, en hann er orðinn eins og nýr núna.
