Eldur?
Ég svaf af mér þennan eldsvoða sem varð á athafnasvæði Hringrásar, en það kviknaði víst í öllum dekkjunum þeirra... Spurning hvort þeir eigi ekki svona varadekkjahaug?

Ég var einmitt á þessu svæði um daginn og tók meðal annars myndir af dekkjahaugnum... Spurning hvort ég komist núna nógu nálægt til að taka svona póst-mortem myndir af honum. Síðast var ég allur dúðaður upp í skær-apelsínugul föt og fékk líka svona hjálm áður en ég fékk að stíga fæti inn á svæðið. Ég vona að Hringrás fari ekki illa út úr þessu öllu saman.