Prufa thetta dotari...
19/11/04 13:17
Ég er orðinn svo latur við að blogga að það hálfa
væri negatíft! En það er ástæða fyrir bloggleysinu:
Til þess að allt kæmi rétt út þurfti ég að skrifa
allt sem mér lá á hjarta inn í Word ásamt HTML kóðum.
Svo þurfti ég að opna annað forrit sem heitir
WebDesign og gera copy úr Word og paste yfir í
WebDesign. Þannig fékk ég íslensku stafina. Svo var
að vista klabbið og opna annað forrit sem að heitir
Fetch og hlaða nýju bloggfærslunni inn. Svo myndi ég
opna vafrara forrit, eins og Explorer eða Safari og
skoða hvort allt hafi komið rétt út, ef ekki, þurfti
ég að ganga í gegn um allt ofantalið aftur.
Nú, hins vegar, er ég búinn að festa kaup á forriti sem að sér um þetta allt saman fyrir mig og ætti ég að geta bloggað meira nú þegar athöfnin tekur ekki nema 2-5 mínútur í stað hálftímans sem áður var og ættu lesendur nú að vera brátt lausir við tveggja-blaðsíða bloggfærslurnar frá mér.
Nú, hins vegar, er ég búinn að festa kaup á forriti sem að sér um þetta allt saman fyrir mig og ætti ég að geta bloggað meira nú þegar athöfnin tekur ekki nema 2-5 mínútur í stað hálftímans sem áður var og ættu lesendur nú að vera brátt lausir við tveggja-blaðsíða bloggfærslurnar frá mér.
