Avatar

Ég fór um daginn á stórmyndina Avatar í 3D. Mér varð snemma ljóst að þrívíddin var ekki alveg að dansa við mín litblindu augu svo ég horfði á meirihluta myndarinnar án 3D gleraugnanna. Það var óþægilegt, en samt þægilegra en með gleraugunum. Margir virðast eiga við þetta vandamál að stríða og eftir smávegis gúgltörn sem ég tók að myndinni lokinni komst ég að því að litblindir geta horft á myndina alveg ágætlega með gleraugun á sér með því að hafa alltaf annað hvort augað lokað. Ég náði samt alveg plottinu, en 3D miðinn var samt sem áður talsvert dýrari en ella. :/

Ég hef bætt mér þetta upp með því að leika mér að því að fótósjoppa vini og vandamenn sem Avatara og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:


alliavataravatar copy
Fyrir ofan: Ég

sigrúnavatar
Fyrir ofan: Sigrún

MattiAvatar
Fyrir ofan: Matti

HrafnkellAvatar
Fyrir ofan: Hrafnkell

sigrun2Avatar
Fyrir ofan: Uh... Önnur Sigrún. :Þ

SigrunAvatar3
Fyrir ofan: Ömmm... Sigrún þrjú? :Þ

thelmaAvatar
Fyrir ofan: Sigr... nei, náði þér!! haha! Þetta er Thelma frænka!

ingunnAvatar2
Fyrir ofan: Ingunn

Og síðast en ekki síst...
AvatarAvatar
“Avatar: The Last... Uh... Avatar”


Ég geri svo kannski fleiri seinna í FaceBook albúmið. :)
0 Comments