Svisslendingar banna turnspírur múslima

Þá er það komið í gegn, Svisslendingar hafa bannað séstakar turnspírur moska þar í landi með 57% fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í gær. Ég skil þá að vissu leiti að vilja svona passa upp á sinn kúltúr og svona og þeir hafa sennilega verið fræddir um tilgang þessara turna: Þarna príla menn fimm sinnum á dag (morgun, hádegi, miðdag, sólsetur, og síðkvölds) og gala hástöfum... nema það tíðkaðist fyrir X hundrað árum síðan. Fæstar moskur sem hafa slíka turna nota þá á þennan hátt í dag heldur fer bænagalið fram innanhúss í þar til gerðum sal rétt eins og í kristnum kirkjum. Það eru 150 moskur í Sviss, þar af bera fjórar þeirra svona turna. Fimmti turninn fékk byggingarsamþykki en líkast til verður hætt við hann núna, hinir fjórir fá að standa. Skoðanakannanir leiddu í ljós fyrir viku að 37% væru fylgjandi þessu banni, í gær greiddu 59% atkvæði með banninu. Það er svakalega mikil aukning og mér dettur í hug að eftirfarandi veggspjöld hafi haft eitthvað um málið að segja:

stopja


Ég bara get ekki neitað því, mér finnst þessi mynd ógeðslega töff... en á sama tíma svo röng. Þetta er mjög sterkur áróður þarna. Reynið að ímynda ykkur íslenska fánann þarna í stað þess svissneska... bíðið við... þið þurfið þess ekki ég get fiffað þetta fyrir ykkur:

stoppjaisl

Auðvitað yrði fundið eitthvað meira grípandi en “turnspírubann”. En þetta er ofboðslega sterkt veggspjald. Búrkuklædd kona, grimmdarleg til augnanna með þjóðfánann í baksýn og upp úr honum rísa þessar turnspírur sem, í sillúettu, líta út eins og langdrægar eldflaugar. Er verið að banna turnana eða eldflaugar? Afi minn rölti framhjá mér þegar ég var að föndra myndina hér að ofan og hann sagði “já, auðvitað á að banna þetta, þetta er stórhættulegt!” - Hann sá turnana sem eldflaugar.

Þessar turnspírur eru víst álitnar af mörgum tákn um samfélag múslima á þeim stöðum sem þeir rísa, það getur verið að Svisslendingar hafi bara verið að sýna að þeir ráða í sínu landi. Fordómar hafa samt örugglega haft mikið að segja. Einnig getur verið að Svisslendingum þyki þessir turnar bara svona rosalega ljótir. Hvernig sem því líður þá er þetta bann orðið staðreynd og nú er spurningin hvort málinu ljúki þar með eða þurfa Svisslendingar núna að fara að passa sig í mið-austurlöndunum?
0 Comments

Raunarsögur hrjáðra barna

Ég held að þetta hafi allt saman byrjað með bókinni “ Hann var kallaður “þetta” ” sem fjallar um lítinn strák sem ólst upp við stanslausar pyntingar frá móður sinni og var aldrei kallaður neitt nema “Þetta”. Ég veit ekki hvað fólk fær út úr því að lesa svona bókmenntir en mín upplifun af þeirri bók var sterk vanlíðan og vonleysi. Í kjölfarið kom svo bókin “Eyðimerkurblómið” sem fjallar um litla stelpu frá sómalíu sem lýsir raunum sínum þegar hún var umskorin og skikkuð til að giftast einhverjum gömlum perra... Kvótinn minn var fullur eftir að hafa lesið Hann var kallaður “Þetta” svo ég lét þessa bók alfarið eiga sig en hef heyrt úrdrætti úr henni í gegn um árin. Nú er svo komið að fari maður í stóra bókabúð blasa við manni þessir venjulegu rekkar: Spennusögur, hryllingssögur, ævisögur.... og raunarsögur hrjáðra barna:

raunarsogur hrjadra barna

Þessa mynd fékk ég senda á MSN í gær og ALLAR þessar bækur eru í sama flokki og þær tvær sem ég nefndi hér að ofan. Ég ætla að velja nokkar bækur úr þessari hillu og pósta stuttri lýsingu á þeim frá útgefendum þeirra:




I Did Tell, I Did

i-did-tell-i-did

Born out of wedlock into a post-war legacy of the pre-war moralities, a little girl suffers horrific sexual abuse at the hands of her mother's lover. Her childhood is dominated by the secret knowledge that her life is different from other kids, and by fifteen she is hooked on prescribed tranquillisers; the start of twenty-five years of dependency.



Sickened: The True Story of a Lost Childhood
sickened

One variety of child abuse name-checked in the British media right now is Munchausen's syndrome by proxy (MBP): the infliction of suffering, symptoms, and signs upon a child by its “carer,” facilitating some need that the latter may have to interact with doctors. Children may be maimed and murdered by their kith and kin, and all in the pursuit of medical interventions. Raised in Ohio, in the American Midwest, Julie Gregory survived such an upbringing as the proxy for her mother, a truly damaged woman, who put her daughter through the mill.




Nobody Came: The appalling true story of brothers cruelly abused in a Jersey care home
nobody-came

Robbie was born in Jersey fifty six years ago. When he was five his mother placed him and his three siblings in care. They were collected from their home by the police. It was the same day that the children had witnessed their father′s suicide attempt by hanging. The children were separated; Robbie and his younger brother were taken to The Sacre Coeur, an orphanage for children under twelve, while their elder brother was placed in Haut de la Garenne. Their baby sister disappeared. The boys never saw her again.

...

The two boys were eventually transferred to Haut de la Garenne, a place where sick twisted minds had devised even more tortuous methods of sexually abusing the helpless.
There were suicides there. One boy blew himself up by creeping into a bunker with a supply of butane gas. And of course there were the children who simply disappeared.




Á meðan mér finnst mjög mikilvægt að svona meðferðir á börnum komist upp og almenningur sé fræddur um þær þannig að vonandi verði hægt að fyrirbyggja að þetta endurtaki sig, þá bara skil ég ekki þessa framsetningu. Kápan skartar myndum af döprum og saklausum börnum í soft focus eflaust til að vekja upp móðurkennd hrekklausra kvenna sem eiga leið hjá... Enda eru þetta allt saman metsölubækur. Þetta eru sannar raunarsögur framsettar sem hver önnur neysluvara og örbylgjukvöldverður. Það kæmi mér lítið á óvart þótt maður myndi sjá Nobody Came kaffibolla, boli, rafmagnstannbursta og leikföng í hillum verslanna.

Þetta verða alltaf metsölubækur rétt eins og fjögra stjörnu stimpillinn sem allar íslenskar kvikmyndir fengu í dómum hérlendra fjölmiðla að myndinni “Blossi (810551)” undanskilinni... Hún fékk bara þrjár:


blossi


Hvað knýr fólk til að lesa þessar bækur svona ákaft? Vilja lesendur að sér líði illa?
0 Comments

Loksins Ninjamyndir!

Það voru því miður bara teknar tvær myndir þetta kvöldið en nú getur fólk séð hvernig linsurnar (sem komust svo nærri því að blinda mig varanlega) líta út. Ég er enn á þeirri skoðun að svona skrautlinsur séu forréttindi sjónskertra. Kannski ef ég tapa sjón og þarf að fara að nota linsur á annað borð þá gæti ég mögulega látið mér detta í hug að nota svona lagað aftur... annars ekki.

alliatninja2
alliatninja


Ég er búinn að vera að dunda mér í að gefa heimasíðunni í vinnunni ( heimilisprýði.is ) smá meikóver. Í fyrradag þegar ég var búinn að klippa út nokkrar sófamyndir og ætlaði að prófa að henda þeim inn á alvöru vefsíðuna þá klúðraði ég einhverju og allar aðrar myndir á síðunni þurkuðust út (hægindastólar, sófaborð, borðstofuborð, skápar....). Það tók mig rúma klukkustund að endurreysa síðuna í svakalegu ofboði en það rétt hafðist fyrir lokun. Ég var bókstaflega sveittur eftir þessa megatörn. :/
En síðan lítur mjög vel út núna... Alla vega þeir hlutar sem ég er búinn með af henni. Glöggir sjá að þessi síða og heimilisprýðissíðan eru frekar líkar, en það er vegna þess að ég nota þessa síðu fyrir tilraunastarfsemi og beiti svo heppnuðu tilaununum á þá síðu. :)

Svo er ég með eina snilldarhugmynd sem ég hef verið að leika með í vinnunni og lesendur óhappabloggsins ættu að prófa. Finnið seinni fréttamyndina úr síðustu bloggfærslunni minni (þessi með barnanauðgaranum) og hafið hana opna á tölvunni ykkar þegar fólk er nálægt og byrjið að segja svona “ojjj, djöfull er þetta ógeðslegt... ég bara trúi þessu ekki” forvitin andlit þyrpast að og lesa fréttirnar í ofboði og með miklum viðbjóði. Ég gerði þetta við nokkra í vinnunni í gær þar á meðal leigubílstjóra nokkurn sem tók að lesa fréttirnar ákaft:

“Oj bara... það á að hengja svona menn - HENGJA! .... OG BARA TVEIR MÁNUÐIR!?!? SKILORÐSBUNDNIR!!!!???? NEI, NÚ ER ÉG REIÐUR!!!”

Svo stormaði hann út úr búðinni áður en ég gat upplýst hann um spaugið. :/
0 Comments

Fréttaþreyta

Já, ég er búinn að fá mig fullsaddan af því að lesa fréttirnar. Þetta eru langoftast kreppufréttir eða eitthvað sem mér þykir óáhugavert (sennilega fréttir sem eru bara settar inn svo það séu ekki bara kreppufréttir). Mér finnst mbl.is skárst af vefmiðlunum þar sem það er minnst í því að fylla allt af slúðri til að brjóta upp kreppuna - slúður er verst!

En í l jósi þessa ákvað ég að gera svona mock-up af því hvernig fréttirnar koma mér fyrir sjónir í dag annars vegar og út frá því gerði ég svo spádóm um hvernig fréttirnar verða eftir fimm ár (smelltu á myndirnar til að stækka og lesa):

Þessa dagana:
mbl i gaer_s

... Eftir fimm ár:
mbl framtid_s
0 Comments

Smá stílbreyting...

Jæjah! Tölvugalleríið er búið að fá smá svona andlitslyftingu og ætti að vera þægilegra að skoða það núna. Svo lagfærði ég þjóninn sem ég teiknaði um daginn og setti á forsíðuna ásamt gellunni.

Ég veit ekki hvort nýja síðan virkar á öllum vöfrum en ég er orðinn dauðþreyttur á að eltast við svoleiðis rugl enda þarf ég þess ekki. Fólk á að nota nýlega vafra eða sleppa því að vera á netinu! Internet Explorer 6 fól, þið vitið hver þið eruð! o_O

Þessi síða virkar vel með eftirfarandi vöfrum (og mörgum fleirum) í nýjustu útgáfum:

Safari
Internet Explorer
Firefox
OmniWeb
Camino
Opera
Opera Mini
Google Chrome

Ef hún virkar illa, segið mér þá endilega hvaða vafra þið eruð að nota.
0 Comments

Hver er munurinn á Metró og McDonald's?

mcmetro


Svarið við titli bloggfærslunar er “ég veit það ekki”... Nema kannski sá að trúðurinn er farinn (allir hata trúða hvort sem er). Spurning hvað kemur í staðinn? Jónsi?

Ég fór og smakkaði Metró™ borgara og ég hreinlega fann engan mun. Máli mínu til stuðnings sýni ég hér fyrir neðan myndir úr krufningu sem ég gerði á umbúðum kokteilsósunar sem ég fékk með máltíðinni minni (ekki fyrir viðkvæma):

Skref 1 - Kokteilsósan á borðinu (símamynd) eins og ég fékk hana í hendurnar:
kokteilsosamidi

Skref 2 - kokteilsósan eftir krufninguna:
kokteilsosa

Þetta lógó sem þarna kom í ljós kemur kunnuglega fyrir sjónir... Hvar ætli ég hafi séð það áður?

Annars finnst mér þetta bara allt í góðu. McFlurry ísrétturinn tók svakaleg hamskipti og heitir nú “Flörrý” - þetta er allt alveg eins og það var! o_O
Ég er feginn að ég var ekki einn af þeim sem fóru á laugardaginn síðastliðin að kveðja trúðinn með extra stórum innkaupum.
-Spurningin er hins vegar hvort þetta sé löglegt og hvað hið almáttuga stóra M og trúðurinn hafa um málið að segja.
0 Comments

Er að fá sjónina aftur...

Ég var ninja á halloweendjamminu á laugardaginn og fullkomnaði búninginn með svona skrautlinsum:

linsur


Málið er að ég hef aldrei notað linsur áður né gleraugu ef því er að skipta svo það tók heljarinnar tíma, sársauka og þolynmæði að troða þeim í - ég reyndar gafst upp og Silja gerði þetta fyrir mig. Enn verra reyndist svo að ná linsunum úr aftur eftir að hafa fengið sér nokkra kalda. Ég reyndi og reyndi án árangurs og það endaði með því að Sigrún svona hálfklóraði þær úr. :S

Í gær sá ég allt í móðu á vinstra auganu, var rauður og bólginn á báðum (meira á því vinstra samt) og tárin fossuðu. Ég keypti mér einhverja dropa og hef notað þá og í dag er ég með smá fókusvandamál og pirring í auganu. Vinstra augað er lengur að ná fókus ef ég horfi á eitthvað nálægt mér og svo eitthvað í fjarska (svona 2-3 sek). Ég ætla að halda áfram að nota dropana og vona að þetta lagist, ef ekki þá er það slysó og vona það besta - en ég held ég noti þessar linsur ekki aftur! o_O

(p.s. set inn mynd(ir?) af mér með linsurnar um leið og ég finn þær - þetta var voða töff.

P.p.s. Sjáðu hérna til vinstri!! Kominn listi yfir uppáhalds Mac forritin mín! :D
0 Comments