Hver er munurinn á Metró og McDonald's?

mcmetro


Svarið við titli bloggfærslunar er “ég veit það ekki”... Nema kannski sá að trúðurinn er farinn (allir hata trúða hvort sem er). Spurning hvað kemur í staðinn? Jónsi?

Ég fór og smakkaði Metró™ borgara og ég hreinlega fann engan mun. Máli mínu til stuðnings sýni ég hér fyrir neðan myndir úr krufningu sem ég gerði á umbúðum kokteilsósunar sem ég fékk með máltíðinni minni (ekki fyrir viðkvæma):

Skref 1 - Kokteilsósan á borðinu (símamynd) eins og ég fékk hana í hendurnar:
kokteilsosamidi

Skref 2 - kokteilsósan eftir krufninguna:
kokteilsosa

Þetta lógó sem þarna kom í ljós kemur kunnuglega fyrir sjónir... Hvar ætli ég hafi séð það áður?

Annars finnst mér þetta bara allt í góðu. McFlurry ísrétturinn tók svakaleg hamskipti og heitir nú “Flörrý” - þetta er allt alveg eins og það var! o_O
Ég er feginn að ég var ekki einn af þeim sem fóru á laugardaginn síðastliðin að kveðja trúðinn með extra stórum innkaupum.
-Spurningin er hins vegar hvort þetta sé löglegt og hvað hið almáttuga stóra M og trúðurinn hafa um málið að segja.
0 Comments