Ég er háður Mega Man 9

Ég sver það, ég dýrka þennan leik. Þetta er nýjasti Mega Man leikurinn og þeir ákváðu að gera hann allan í 8-bita grafík eins og fyrstu leikirnir voru í gömlu, gráu Nintendó. Hann er erfiður, en ég stend samt á því að sá fyrsti hafi verið miklu miklu miklu erfiðari. Það sem gerir þennan svo sérstaklega skemmtilegan eru 50 áskoranir sem leikmaðurinn verður að ná til að geta sagst hafa algjörlega klárað leikinn. Þegar þetta er skrifað er ég búinn með um 65% af áskorununum og má fylgjast með árangri mínum hérna. En markmiðið er að ná þeim öllum með stæl. ;)

megaman9
0 Comments

Nýtt lag (fyrsta "söngperformansið mitt")

Tjaslaði saman nýju lagi á einu kvöldi, ekki besta sem ég hef gert, en það var gaman að prófa hljóðnemann í fyrsta skiptið. Lagið heitir “Aha desne dúdda sní sní” og er titilinn sá sami og textinn. Þessi undarlegi texti er sprottinn af því að ég var eitthvað að fikta við hljóðnemann og og tók allt í einu að ég var búinn að setja á upptöku án þess að hafa glóru um hvað ég ætlaði að segja. :/

Þannig að þetta lag ásamt ljósmyndinni hér fyrir neðan verða skrifuð undir “flipp”:

allietasima


En já, aha, desne dúdda sní sní, gjöriði svo vel!

Smella hér til að hlusta!

P.S. Ég þarf að finna mér tvífara fyrir facebook og myeritage face recognition síðan neitar að hjálpa mér... einhverjar uppástungur?
0 Comments

ÚPS!!

Það hefur lítið gerst á óhappablogginu undanfarið en það er því miður ekki vegna þess að ég skrapp til galapagos að skoða skjaldbökur o drekka kokteila, heldur vegna þess að stóróhapp átti sér stað.

Haldiði ekki að herra smjörolnbogi hérna hafi rekið sig utan í tölvuna sem lá í makindum ofan á sófaarminun utan seilingar ungbarnafingra og látið hana þar með gossa niður þar sem hún beinlínis stimplaði parketið með geisladrifinu á sér. Hún virkaði í smá stund áður en skjárinn dó. En ég er kominn með hana aftur núna. Hún er öll skökk, dælduð og flekkótt, en hún virkar enn og mun vonandi gera lengi vel. Þetta er sjötta árið sem þessi PowerBook G4 vinnuþjarkur heldur mér uppteknum í lífi og starfi og ég hef ekki efni á staðgengli í bráð.

Í fjarveru PowerBook-arinnar minnar gat ég stuðst við 1600 megariða Windows vél sem er nýstraujuð með XP uppsettu... eða 450 megariða Mac Cube G4 borðtölvu sem er á níunda aldursári. Ég notaði Cube vélina þrátt fyrir að hún sé rúmlega þrisvar sinnum kraftminni en Windows vélin, ekki vegna fordóma gegn Windows, heldur vegna þess að Cube vélin var einfaldlega margfalt hraðari á allan hátt (nema þegar kom að flash drasli á netinu, þá átti Windowsin vinningin, undarlegt nokk).

Nú get ég farið að teikna aftur og semja tónlist vonandi svo þessi frákvörf mín ættu að fara að dala á næstu dögum.
0 Comments