Ég er háður Mega Man 9

Ég sver það, ég dýrka þennan leik. Þetta er nýjasti Mega Man leikurinn og þeir ákváðu að gera hann allan í 8-bita grafík eins og fyrstu leikirnir voru í gömlu, gráu Nintendó. Hann er erfiður, en ég stend samt á því að sá fyrsti hafi verið miklu miklu miklu erfiðari. Það sem gerir þennan svo sérstaklega skemmtilegan eru 50 áskoranir sem leikmaðurinn verður að ná til að geta sagst hafa algjörlega klárað leikinn. Þegar þetta er skrifað er ég búinn með um 65% af áskorununum og má fylgjast með árangri mínum hérna. En markmiðið er að ná þeim öllum með stæl. ;)

megaman9
0 Comments