ÚPS!!

Það hefur lítið gerst á óhappablogginu undanfarið en það er því miður ekki vegna þess að ég skrapp til galapagos að skoða skjaldbökur o drekka kokteila, heldur vegna þess að stóróhapp átti sér stað.

Haldiði ekki að herra smjörolnbogi hérna hafi rekið sig utan í tölvuna sem lá í makindum ofan á sófaarminun utan seilingar ungbarnafingra og látið hana þar með gossa niður þar sem hún beinlínis stimplaði parketið með geisladrifinu á sér. Hún virkaði í smá stund áður en skjárinn dó. En ég er kominn með hana aftur núna. Hún er öll skökk, dælduð og flekkótt, en hún virkar enn og mun vonandi gera lengi vel. Þetta er sjötta árið sem þessi PowerBook G4 vinnuþjarkur heldur mér uppteknum í lífi og starfi og ég hef ekki efni á staðgengli í bráð.

Í fjarveru PowerBook-arinnar minnar gat ég stuðst við 1600 megariða Windows vél sem er nýstraujuð með XP uppsettu... eða 450 megariða Mac Cube G4 borðtölvu sem er á níunda aldursári. Ég notaði Cube vélina þrátt fyrir að hún sé rúmlega þrisvar sinnum kraftminni en Windows vélin, ekki vegna fordóma gegn Windows, heldur vegna þess að Cube vélin var einfaldlega margfalt hraðari á allan hátt (nema þegar kom að flash drasli á netinu, þá átti Windowsin vinningin, undarlegt nokk).

Nú get ég farið að teikna aftur og semja tónlist vonandi svo þessi frákvörf mín ættu að fara að dala á næstu dögum.
0 Comments