Loksins Ninjamyndir!

Það voru því miður bara teknar tvær myndir þetta kvöldið en nú getur fólk séð hvernig linsurnar (sem komust svo nærri því að blinda mig varanlega) líta út. Ég er enn á þeirri skoðun að svona skrautlinsur séu forréttindi sjónskertra. Kannski ef ég tapa sjón og þarf að fara að nota linsur á annað borð þá gæti ég mögulega látið mér detta í hug að nota svona lagað aftur... annars ekki.

alliatninja2
alliatninja


Ég er búinn að vera að dunda mér í að gefa heimasíðunni í vinnunni ( heimilisprýði.is ) smá meikóver. Í fyrradag þegar ég var búinn að klippa út nokkrar sófamyndir og ætlaði að prófa að henda þeim inn á alvöru vefsíðuna þá klúðraði ég einhverju og allar aðrar myndir á síðunni þurkuðust út (hægindastólar, sófaborð, borðstofuborð, skápar....). Það tók mig rúma klukkustund að endurreysa síðuna í svakalegu ofboði en það rétt hafðist fyrir lokun. Ég var bókstaflega sveittur eftir þessa megatörn. :/
En síðan lítur mjög vel út núna... Alla vega þeir hlutar sem ég er búinn með af henni. Glöggir sjá að þessi síða og heimilisprýðissíðan eru frekar líkar, en það er vegna þess að ég nota þessa síðu fyrir tilraunastarfsemi og beiti svo heppnuðu tilaununum á þá síðu. :)

Svo er ég með eina snilldarhugmynd sem ég hef verið að leika með í vinnunni og lesendur óhappabloggsins ættu að prófa. Finnið seinni fréttamyndina úr síðustu bloggfærslunni minni (þessi með barnanauðgaranum) og hafið hana opna á tölvunni ykkar þegar fólk er nálægt og byrjið að segja svona “ojjj, djöfull er þetta ógeðslegt... ég bara trúi þessu ekki” forvitin andlit þyrpast að og lesa fréttirnar í ofboði og með miklum viðbjóði. Ég gerði þetta við nokkra í vinnunni í gær þar á meðal leigubílstjóra nokkurn sem tók að lesa fréttirnar ákaft:

“Oj bara... það á að hengja svona menn - HENGJA! .... OG BARA TVEIR MÁNUÐIR!?!? SKILORÐSBUNDNIR!!!!???? NEI, NÚ ER ÉG REIÐUR!!!”

Svo stormaði hann út úr búðinni áður en ég gat upplýst hann um spaugið. :/
0 Comments