Er að fá sjónina aftur...

Ég var ninja á halloweendjamminu á laugardaginn og fullkomnaði búninginn með svona skrautlinsum:

linsur


Málið er að ég hef aldrei notað linsur áður né gleraugu ef því er að skipta svo það tók heljarinnar tíma, sársauka og þolynmæði að troða þeim í - ég reyndar gafst upp og Silja gerði þetta fyrir mig. Enn verra reyndist svo að ná linsunum úr aftur eftir að hafa fengið sér nokkra kalda. Ég reyndi og reyndi án árangurs og það endaði með því að Sigrún svona hálfklóraði þær úr. :S

Í gær sá ég allt í móðu á vinstra auganu, var rauður og bólginn á báðum (meira á því vinstra samt) og tárin fossuðu. Ég keypti mér einhverja dropa og hef notað þá og í dag er ég með smá fókusvandamál og pirring í auganu. Vinstra augað er lengur að ná fókus ef ég horfi á eitthvað nálægt mér og svo eitthvað í fjarska (svona 2-3 sek). Ég ætla að halda áfram að nota dropana og vona að þetta lagist, ef ekki þá er það slysó og vona það besta - en ég held ég noti þessar linsur ekki aftur! o_O

(p.s. set inn mynd(ir?) af mér með linsurnar um leið og ég finn þær - þetta var voða töff.

P.p.s. Sjáðu hérna til vinstri!! Kominn listi yfir uppáhalds Mac forritin mín! :D
0 Comments