Aðeins meira komið!
15/10/09 19:01
Jæja! Heimasíðan er orðin aðeins heilsteyptari núna. Tónlistin er komin upp á mun þægilegri máta en áður - nema frá gamalli tölvu séð (prófið að reyna að spila tvö lög í einu). Svo smellti ég smá svona slædsjói á ljósmyndasíðuna ásamt hlekk á Flickrið mitt og loks dældi ég öllum smásögunum inn. Í bili sér Sinnepskarlinn um gestamóttöku á smásögusíðunni, en svo sjáum við bara til.
En úr tölvunni í alvöruleikann. Matti var í heyrnarprófi í dag eftir að hafa farið illa út úr einu slíku í skólanum... í þetta skiptið mældist hann með fulla heyrn og hann sagði að heyrnin kæmi og færi, ég veit ekkert hvað þetta gæti verið.
Við settum svo Hrafnkel litla í tjékk líka og í ljós kom að greyið er með háls- og eyrnabólgu. Merkilega rólegur og afslappaður miðað við það og verður sennilega rólegri og afslappaðri þegar pensilínið fer að kikka. :P
En úr tölvunni í alvöruleikann. Matti var í heyrnarprófi í dag eftir að hafa farið illa út úr einu slíku í skólanum... í þetta skiptið mældist hann með fulla heyrn og hann sagði að heyrnin kæmi og færi, ég veit ekkert hvað þetta gæti verið.
Við settum svo Hrafnkel litla í tjékk líka og í ljós kom að greyið er með háls- og eyrnabólgu. Merkilega rólegur og afslappaður miðað við það og verður sennilega rólegri og afslappaðri þegar pensilínið fer að kikka. :P
0 Comments