Nýtt lag komið á heimasíðuna!
10/12/09 11:39
Jæjah! Náði smá stund í gærkvöldi til að glamra aðeins í tónlistarforritinu mínu og ég er búinn að henda inn afrakstrinum á tónlistarsíðuna.
Að þessu sinni ákvað ég að “frístæla” á hljómborðið - svona pæling sem ég hef lengi verið að gæla við. Þá sem ég undirspilið í rólegheitunum og finn mér hljóðfæri til að frístæla á og svo smelli ég bara á “rec” takkann með undirspilið í gangi án þess að hafa nokkra glóru um hvað ég ætla að spila og hvernig. Þetta er risastórt skref fyrir mig þar sem hingað til hef ég alltaf farið á límingunum af stressi í hvert skipti sem ég ýti á þennan rec takka. Það var þannig líka núna og það heyrist alveg í gegn finnst mér - en ég er nokkuð sáttur miðað við fyrstu tilraun.
Lagið heitir Geimlyftan vegna þess að það byrjar djúpt niðri og rís upp í hæstu hæðir... Líka vegna þess að ég var að velta fyrir mér hvernig ferð í svona geimlyftu væri:
Mig langar að gera svona spennu/thriller mynd í anda The Horribly Slow Murderer with the Extremely Inefficient Weapon:
Ferðin upp myndi eflaust taka nokkrar klukkustundir og þetta er bara lyfturými sem maður fengi og þar sem það væru sennilega ekki margar ferðir þá væri lyftan sennilega pökkuð af fólki og vistum. Mér sýnist þessi tiltekna lyfta á myndinni leggja í’ann frá Malasíu þannig að sessunauturinn væri ef til vill ungur maður á leiðinni með hænsnin sín á geimmarkaðinn með tilheyrandi fjaðrafoki og gaggi sem myndi renna saman við hina endalausu lyftutónlist í súrrealískan tónlistarhafragraut sem myndi klínast í eyrun á manni... Hvað svo ef maður er alveg að verða kominn upp fyrir gufuhvolfið og lyftan hrapar? Eða ef lyftan festist í 23 kílómetra hæð yfir sjávarmáli á föstudagskvöldi, enginn mætir aftur að tjékka fyrr en á mánudaginn og ekkert farsímasamband!? Og hvað gerist ef lyftan hrapar og skellur á jörðinni með þeim hraða sem svo stór og þungur hlutur nær í frjálsu falli neðan úr gufuhvolfinu? Gígurinn yrði a.m.k. tíu metrar og undirstaðan myndi bresta - “Timbeeeeer!!” Farþegar óhröpuðu lyftunnar (það eru tvær á stokknum) fengju að upplifa tuttugu og sex hryllilegar klukkustundir af hrapi, fjaðrafoki og lyftutónlist áður en þeir myndu hafna örendir í Wellington á Nýja - Sjálandi - lyftustokkurinn lægi þvert yfir Ástralíu (auðvitað beint ofan á óperhúsinu í Sydney). Ég sé treilerinn fyrir mér í hyllingum:
“ Three men in an elevator... One brutal murder during a brief blackout... Jack Bauer and Chuck Norris race the ticking clock to crack the murder mystery... Which one of them is the murderer *DUUUHHHN DUUUHN!!!*... Also starring Jack Black, but he dies early in the movie so it’s hardly worth mentioning.*DUUHHHN!!!* “
-Sést það á þessari bloggfærslu að ég svaf bara í tvö tíma í nótt og er að rifna úr svefngalsa? :P
Að þessu sinni ákvað ég að “frístæla” á hljómborðið - svona pæling sem ég hef lengi verið að gæla við. Þá sem ég undirspilið í rólegheitunum og finn mér hljóðfæri til að frístæla á og svo smelli ég bara á “rec” takkann með undirspilið í gangi án þess að hafa nokkra glóru um hvað ég ætla að spila og hvernig. Þetta er risastórt skref fyrir mig þar sem hingað til hef ég alltaf farið á límingunum af stressi í hvert skipti sem ég ýti á þennan rec takka. Það var þannig líka núna og það heyrist alveg í gegn finnst mér - en ég er nokkuð sáttur miðað við fyrstu tilraun.
Lagið heitir Geimlyftan vegna þess að það byrjar djúpt niðri og rís upp í hæstu hæðir... Líka vegna þess að ég var að velta fyrir mér hvernig ferð í svona geimlyftu væri:
Mig langar að gera svona spennu/thriller mynd í anda The Horribly Slow Murderer with the Extremely Inefficient Weapon:
Ferðin upp myndi eflaust taka nokkrar klukkustundir og þetta er bara lyfturými sem maður fengi og þar sem það væru sennilega ekki margar ferðir þá væri lyftan sennilega pökkuð af fólki og vistum. Mér sýnist þessi tiltekna lyfta á myndinni leggja í’ann frá Malasíu þannig að sessunauturinn væri ef til vill ungur maður á leiðinni með hænsnin sín á geimmarkaðinn með tilheyrandi fjaðrafoki og gaggi sem myndi renna saman við hina endalausu lyftutónlist í súrrealískan tónlistarhafragraut sem myndi klínast í eyrun á manni... Hvað svo ef maður er alveg að verða kominn upp fyrir gufuhvolfið og lyftan hrapar? Eða ef lyftan festist í 23 kílómetra hæð yfir sjávarmáli á föstudagskvöldi, enginn mætir aftur að tjékka fyrr en á mánudaginn og ekkert farsímasamband!? Og hvað gerist ef lyftan hrapar og skellur á jörðinni með þeim hraða sem svo stór og þungur hlutur nær í frjálsu falli neðan úr gufuhvolfinu? Gígurinn yrði a.m.k. tíu metrar og undirstaðan myndi bresta - “Timbeeeeer!!” Farþegar óhröpuðu lyftunnar (það eru tvær á stokknum) fengju að upplifa tuttugu og sex hryllilegar klukkustundir af hrapi, fjaðrafoki og lyftutónlist áður en þeir myndu hafna örendir í Wellington á Nýja - Sjálandi - lyftustokkurinn lægi þvert yfir Ástralíu (auðvitað beint ofan á óperhúsinu í Sydney). Ég sé treilerinn fyrir mér í hyllingum:
“ Three men in an elevator... One brutal murder during a brief blackout... Jack Bauer and Chuck Norris race the ticking clock to crack the murder mystery... Which one of them is the murderer *DUUUHHHN DUUUHN!!!*... Also starring Jack Black, but he dies early in the movie so it’s hardly worth mentioning.*DUUHHHN!!!* “
-Sést það á þessari bloggfærslu að ég svaf bara í tvö tíma í nótt og er að rifna úr svefngalsa? :P
0 Comments