Fimm hræðilegustu lögin

Hérna er stuttur listi yfir þau lög sem flestir Íslendingar hafa heyrt og ég gjörsamlega hata. Með þeim fygir skjáskot úr viðkomandi myndböndum ofan við lögin. Gæti þurft quick time til að spila hljóðbútana.


i know you want me









Pitbull - “I Know You Want Me”
-Úff!! Þetta er eitt það allra versta!! Það inniheldur bút af built-öppinu úr lagi sem heitir “The Bomb (these sounds fall into my mind)”... Nema hvað að í þessu lagi hættir build-öppið í miðjum klíðum og í staðinn fyrir klímaxið sem maður bjóst við kemur eitthvað viðbjóðslegt reggaeton - Þetta gerir lagið flatt, rislaust og ógeðslegt!





hard knock life









Jay-Z - “It’s a Hard Knock Life”
Hörmung frá A til Ö. Það fer bara svo hryllilega í mig þegar rapparar taka lagið með börnum og eru allir að rifna á kúlinu á meðan “uhh, yeah, aaah, punk ass... take the fuck over, kids!” Það skemmir enn frekar fyrir að parturinn sem krakkarnir syngja er tekinn úr hörmulegri 80’s mynd um skrækraddaða munaðarleysingjan, Annie. :/





lonely









Akon - “Lonely”
Þetta er svona eins og flest rómansvælulögin gerast NEMA viðlagið syngur einhver helvítis STRUMPUR og svo var þetta mest spilaða lagið á djamminu yfir heilt sumar - þvílíkur moodbreaker! ARG!





gasolina









Daddy Yankee - “Gasolina”
Ég heyrði þetta lag fyrst úti á Spáni fyrir nokkrum árum og þótti lítið um, enda hata ég reggaeton (sami trommutakturinn í öllum lögunum)... Þegar ég kom heim frá Spáni var þetta lag allt í einu orðið aðalmálið. :/





paper planes









MIA - “Paper Planes”
Þetta hljómar eins og fjögura ára stelpa hafi samið laglínuna blandað með gangsta bad-ass hljóðklippum. :S
0 Comments