Nýtt og hættulegt "nígeríusvindl" á Facebook

Atli frændi minn var á Facebook í vinnunni í gær (tsk tsk) og lenti í því að frændi okkar skaut upp kollinum í Facebook Chat viðbótinni þarna neðst í hægra horninu. Þessi frændi okkar byrjaði á venjulegu nótunum en fór svo að tala um að hann væri staddur í London og hafi verið rændur... Íslenskukunnáttunni hans virðist líka hafa verið rænt í leiðinni:
facebookhoax

Svo virðist sem einhver óþokki hafi komist yfir lykilorð frænda okkar, þar sem frændi var staddur á fundi í Miami þegar þetta samtal átti sér stað og því mjög ósennilega að spjalla á Facebook í leiðinni.

Ég sendi þetta á MBL líka og vona að þeir birti þetta. Það eru margir svona af eldri kynslóðinni að nota Facebook hérlendis sem gætu alveg fallið fyrir þessu.
-Passið vel upp á lykilorðin ykkar!
0 Comments