Jesú Bjargar...
20/04/10 15:09
Ég sá þessa mynd á b2.is undir yfirskininu “Jesú bjargar”. Ég reyndar á bágt með að sjá björgunina þar sem hefði Jesú ekki læst klóm sínum í fallhlífina hans þá hefði hann væntanelga svifið mjúklega til jarðar. Ég reyndar sé ekki fallhlífina á myndinni svo þetta hlýtur að vera PhotoShoppað fyrir þar sem hefði fallhlífin hans ekki opnast og hann verið í frjálsu falli þegar hann flæktist í styttunni myndi hann ekki lifa höggið af. Ég efa líka að brúnin af styttunni myndi þola höggið sem myndaðist af 70+ kílóa hlut á yfir 200 km/klst hraða svo ég ákvað að útbúa aðeins raunsæjari mynd af atburðinum hefði hann átt sér stað:
0 Comments