KK: Plötusnúður - KVK: Plötuskonsa?
30/10/09 12:37
Ég ætla að reyna að starta hérna nýju trendi (já sæææælll!!) í tilefni þess að ég heyrði skemmtilegt lag í útvarpinu áðan. Ég er reyndar búinn að vera með þetta lag í fórum mínum í nokkra mánuði, en það heitir Disco Volante og er eftir Idu Engberg sem jafnframt er ein girnilegasta plötuskonsan á markaðnum í dag (sjá hér fyrir neðan):
Mér finnst eitthvern veginn óviðeigandi að kalla stelpur plötuSNÚÐA - orðið plötuSKONSUR passar kvenkyninu mun betur. Annars er sorglega lítið um stelpur í þessum geira. :/
En,lagið sem ég talaði um hér fyrir ofan hina fríðu plötuskonsu skartar alveg æðislegum 8-bita nótum sem allir þekkja úr gömlu gráu Nintendó tölvunni og elstu GameBoy vélinni sem leynast í geymslum landans enn í dag. Ég ætla að setja hérna svona góða slummu af laginu hérna fyrir neðan (í svona frekar lásí gæðum til að halda síðunni viðráðanlegri í hleðslu), en fyrir þá sem vilja hlusta á allt klabbið frá A til Ö er hægt að finna það á YouTube (vídjóið er feil samt). :)
Mér finnst eitthvern veginn óviðeigandi að kalla stelpur plötuSNÚÐA - orðið plötuSKONSUR passar kvenkyninu mun betur. Annars er sorglega lítið um stelpur í þessum geira. :/
En,lagið sem ég talaði um hér fyrir ofan hina fríðu plötuskonsu skartar alveg æðislegum 8-bita nótum sem allir þekkja úr gömlu gráu Nintendó tölvunni og elstu GameBoy vélinni sem leynast í geymslum landans enn í dag. Ég ætla að setja hérna svona góða slummu af laginu hérna fyrir neðan (í svona frekar lásí gæðum til að halda síðunni viðráðanlegri í hleðslu), en fyrir þá sem vilja hlusta á allt klabbið frá A til Ö er hægt að finna það á YouTube (vídjóið er feil samt). :)
0 Comments