Eitruð leikföng til sölu í Smáralindinni?
21/12/09 22:12
Ég var í verslunarferð með Sigrúnu í Smáralindinni og við brugðum okkur inn í verslun sem heitir MegaStore og datt í hug að þarna væri sniðugt að versla ódýr leikföng til að auðga aðeins jólagjafirnar hjá strákunum okkar. Við vorum komin svona hálfa leið í gegn um verslunina þegar Sigrún fer að skoða eitthvað sem olli því að ég missti athyglina, tók upp eitt leikfangið sem var í körfunni og fór að lesa á miðana tvo sem á það voru festir. Þetta var svona hnefastór risaeðla sem við höfðum ætlað að gefa Hrafnkeli, sem fer nú bráðum að verða eins árs. Hún var ávöl og án nokkura hvassra horna og samsett úr tveimur stórum bútum svo það var ekkert hægt að rífa af útlimi og gleypa... Fullkomin! -Eða hvað? Annar miðinn var, eins og við var að búast, með upplýsingum um framleiðandan eða eitthvað slíkt, en hinn miðinn skartaði eftirfarandi áletrun sem lét mér renna köldu vatni milli skins og hörunds:
(já, stafsetningarvillan var á miðanum sjálfum)
Á íslensku merkir þetta:
“Þessi vara inniheldur efni
sem, í Kaliforníuríki, er vitað til að valdi
krabbameini, fæðingargöllum
og/eða öðrum æxlunarskaða
Þvoið hendur eftir meðhöndlun.
Vottað af Toy Safety Standard blabla”
... ÞVOIÐ HENDURNAR EFTIR MEÐHÖNDLUN!? Við spámannsins skegg! Þetta er Leikfang!! Og þar að auki ekki í neinum umbúðum! Hvað var ég nú búinn að setja á hendurnar á mér?
Í fljótu bragði veit ég bara um þrennt sem getur valdið krabbameini og fæðingargöllum við snertingu: Blýagnir, kvikasilfur og gamma geislun (!).
Eftir að hafa rekið augun í þennan miða fór ég að gramsa í innkaupakörfunni okkar og fjarlægði allt sem hafði ofangreinda áletrun... Raunin varð sú að eftir stóð ég með tvö leikföng í höndunum og innkaupakarfan varð eftir, full af eitruðu drasli... Ég held ég leggi leið mína ekki aftur í þessa búð.
Þegar heim kom fór ég að grennslast fyrir um þessa áletrun og hún tilheyrir einhverri löggjöf í Kaliforníu sem segir að þessi viðvörun eigi að vera alls staðar þar sem við á og eru dæmi um útfærslur sem byrja á orðunum “WARNING: This area contains chemicals....”. Lögsóknaglaði kaninn var ekki lengi að ganga upp á lagið með þetta og lögsóknir upp á svimandi háar upphæðir fóru að þjóta hægri-vinstri þangað til fólk fór að setja þessa viðvörun upp hvort sem við átti eða ekki - engin viðurlög eru við því. Þannig að nú er engin leið að vita hvort hætta sé á ferð eða ekki.
Kæra starfsfólk/ábyrgðarmenn MegaStore: Ef svo reynist að þessi leikföng innihaldi ekkert hættulegt, takið þá í guðanna bænum þessa hryllilegu miða af! Hins vegar, ef þau innihalda plútóníum eða þess háttar skaðvalda fjarlægið þau úr hillunum, setjið þau í stóran poka og arkið svo rakleiðis með hann niður á Efnamóttöku og skammist ykkar!
-Sveiattan!
(já, stafsetningarvillan var á miðanum sjálfum)
Á íslensku merkir þetta:
“Þessi vara inniheldur efni
sem, í Kaliforníuríki, er vitað til að valdi
krabbameini, fæðingargöllum
og/eða öðrum æxlunarskaða
Þvoið hendur eftir meðhöndlun.
Vottað af Toy Safety Standard blabla”
... ÞVOIÐ HENDURNAR EFTIR MEÐHÖNDLUN!? Við spámannsins skegg! Þetta er Leikfang!! Og þar að auki ekki í neinum umbúðum! Hvað var ég nú búinn að setja á hendurnar á mér?
Í fljótu bragði veit ég bara um þrennt sem getur valdið krabbameini og fæðingargöllum við snertingu: Blýagnir, kvikasilfur og gamma geislun (!).
Eftir að hafa rekið augun í þennan miða fór ég að gramsa í innkaupakörfunni okkar og fjarlægði allt sem hafði ofangreinda áletrun... Raunin varð sú að eftir stóð ég með tvö leikföng í höndunum og innkaupakarfan varð eftir, full af eitruðu drasli... Ég held ég leggi leið mína ekki aftur í þessa búð.
Þegar heim kom fór ég að grennslast fyrir um þessa áletrun og hún tilheyrir einhverri löggjöf í Kaliforníu sem segir að þessi viðvörun eigi að vera alls staðar þar sem við á og eru dæmi um útfærslur sem byrja á orðunum “WARNING: This area contains chemicals....”. Lögsóknaglaði kaninn var ekki lengi að ganga upp á lagið með þetta og lögsóknir upp á svimandi háar upphæðir fóru að þjóta hægri-vinstri þangað til fólk fór að setja þessa viðvörun upp hvort sem við átti eða ekki - engin viðurlög eru við því. Þannig að nú er engin leið að vita hvort hætta sé á ferð eða ekki.
Kæra starfsfólk/ábyrgðarmenn MegaStore: Ef svo reynist að þessi leikföng innihaldi ekkert hættulegt, takið þá í guðanna bænum þessa hryllilegu miða af! Hins vegar, ef þau innihalda plútóníum eða þess háttar skaðvalda fjarlægið þau úr hillunum, setjið þau í stóran poka og arkið svo rakleiðis með hann niður á Efnamóttöku og skammist ykkar!
-Sveiattan!
0 Comments