Feisbúkkið mitt
18/10/09 11:47
Feisbúkkið mitt er búið að vera bilað í rúma tvo sólarhringa núna. Ég nota það nú reyndar ekkert rosalega mikið, en það hefði verið fínt að auglýsa þessa nýju síðu mína þar.
Þegar ég skrái mig inn koma skilaboð sem segja að feisbúkkið mitt sé óaðgengilegt vegna reglubundins viðhalds og ætti að vera komið aftur í gagnið innan nokkura klukkustunda...
Yfir 50 klst eru liðnar - hversu margar eru nokkrar klukkustundir?
Og ég vil ekki heyra eitt einasta orð um að Facebook sé ókeypis þjónusta og því eigi þeir bara hrós skilið fyrir að gera eitthvað í þessu á annað borð því miðað við það magn auglýsinga sem þeir henda í notendur sína er þessi þjónusta langt frá því að vera ókeypis... Einnig, ef Facebook væri ekki ókeypis, þá myndi enginn nota það. :/
Þegar ég skrái mig inn koma skilaboð sem segja að feisbúkkið mitt sé óaðgengilegt vegna reglubundins viðhalds og ætti að vera komið aftur í gagnið innan nokkura klukkustunda...
Yfir 50 klst eru liðnar - hversu margar eru nokkrar klukkustundir?
Og ég vil ekki heyra eitt einasta orð um að Facebook sé ókeypis þjónusta og því eigi þeir bara hrós skilið fyrir að gera eitthvað í þessu á annað borð því miðað við það magn auglýsinga sem þeir henda í notendur sína er þessi þjónusta langt frá því að vera ókeypis... Einnig, ef Facebook væri ekki ókeypis, þá myndi enginn nota það. :/
0 Comments