Flóttamaðurinn
16/10/09 13:20
Matti strauk úr skólanum ásamt félaga sínum aftur í dag. Þannig eru mál með vexti að Matti og þessi félagi hans eru báðir svona... fyrirhafnarmeiri en hin börnin og það var passað upp á það að þeir myndu lenda í sínum hvorum bekknum, en það dugði ekki til því þeir hittust alltaf í frímó og voru með óspektir. Þá var brugðið á það ráð að hnikra fímínútunum hjá öðrum bekknum örlítið þannig að Matta bekkur færi út fyrst og svo, skömmu eftir að Matta bekkur er kominn inn aftur, þá fer hinn bekkurinn út. Fyrsta flóttatilraunin varð þannig að eftir að það hringdi inn úr frímínútunum faldi Matti sig og beið eftir að hinn bekkurinn færi út þannig að hann gæti hitt félaga sinn og lagt á ráðin. Þeir voru síðan allt í einu, tveimur umferðargötum síðar, komnir út í Heimilisprýði þar sem Atli frændi tók á móti þeim:
“Hva? Eruð þið bara einir?”
-”Við erum SEX ára!”
Ég var í skólanum þann daginn þannig að afi sá um að skutla þeim heim þar sem ég myndi taka á móti þeim og skutla þeim út í skóla. En afi er af gamla skólanum og stoppaði með þá í ísbúð á leiðinni. :/
Ísinn var tekinn af þeim við heimkomuna og þeim lesinn pistillinn áður en þeim var skutlað í skólann aftur...
Í dag struku þeir aftur... Við vissum ekki neitt fyrr en amma hringdi og spurði út í flóttann, en Atli úr vinnunni hafði hringt í hana eftir að aðstoðarskólastjórinn hafði litið inn og leitað að þeim. Sigrún fór á stúfana að leita að þeim á meðan ég var heima með Hrafnkel. Hún fann þá svo fyrir algjöra heppni þar sem þeir voru á hlaupunum yfir Suðurlandsbrautina á eldrauðu gönguljósi... Ég veit ekkert hvað á að gera í þessu. :/
Myndin hérna efst er óbreytt af barnalandssíðunni hans Matta þar sem hún birtist þegar hann var 9 mánaða.
0 Comments