Hitt og þetta
13/06/10 10:47
Langt síðan ég bloggaði síðast en það hefur ekki margt frásagnarvert skeð, en hér eru nokkrar myndir af því helsta.
Matti og Hrafnkell vöknuðu á undan okkur Sigrúnu og Matti ákvað að ná Hrafnkeli fram úr með því að taka ÖLL fötin okkar Sigrúnar og henda þeim í rúmið, líka sín föt og óhreinatauið með hér og þar. Það tók sinn tíma að græja þetta aftur fyrir Sigrúnu sem var nýkomin heim af næturvakt. :/
Það fór allt á kaf í ösku í Reykjavík um daginn og ég var að farast úr noju yfir lakkinu á bílnum hans tengdó sem við höfum að láni á meðan minn er í viðgerð (búinn að vera í viðgerð í rúmt hálft ár núna...) svo það var þrifið oft og vel. Í miðjum öskumekkinum rakst ég á Darth Vader og ljósmyndaði hann.
Svo fór ég með Matta og árganginum hans úr Álftamýrarskóla í ferð í Húsdýragarðinn. Þar rákumst við á þessa hryssu með folaldið sitt. Á girðingunni var mynd af þeim mæðginum ásamt lýsingu þar sem fram kemur að garðurinn fái að láni hryssu og folald af handahófskenndum sveitabæ einu sinni á ári... Þegar folaldið var hætt að fá sér að drekka sást að þarna var ekki um hrissu að ræða... Hvað var folaldið að sjúga? :S
Ég veit ekki hvort garðurinn ruglaðist á hestum eða hvort starfsmennirnir hreinlega þekki ekki kynjamuninn.
A og P.S. það er komið nýtt lag á tónlistarsíðuna.
Matti og Hrafnkell vöknuðu á undan okkur Sigrúnu og Matti ákvað að ná Hrafnkeli fram úr með því að taka ÖLL fötin okkar Sigrúnar og henda þeim í rúmið, líka sín föt og óhreinatauið með hér og þar. Það tók sinn tíma að græja þetta aftur fyrir Sigrúnu sem var nýkomin heim af næturvakt. :/
Það fór allt á kaf í ösku í Reykjavík um daginn og ég var að farast úr noju yfir lakkinu á bílnum hans tengdó sem við höfum að láni á meðan minn er í viðgerð (búinn að vera í viðgerð í rúmt hálft ár núna...) svo það var þrifið oft og vel. Í miðjum öskumekkinum rakst ég á Darth Vader og ljósmyndaði hann.
Svo fór ég með Matta og árganginum hans úr Álftamýrarskóla í ferð í Húsdýragarðinn. Þar rákumst við á þessa hryssu með folaldið sitt. Á girðingunni var mynd af þeim mæðginum ásamt lýsingu þar sem fram kemur að garðurinn fái að láni hryssu og folald af handahófskenndum sveitabæ einu sinni á ári... Þegar folaldið var hætt að fá sér að drekka sást að þarna var ekki um hrissu að ræða... Hvað var folaldið að sjúga? :S
Ég veit ekki hvort garðurinn ruglaðist á hestum eða hvort starfsmennirnir hreinlega þekki ekki kynjamuninn.
A og P.S. það er komið nýtt lag á tónlistarsíðuna.
0 Comments