Milli með stóran....
08/01/05 19:20
Mér var að berast tölvupóstur frá The Desk of Price
Award Dept krasloten International NV RIJKWIJK,
Nederlands þess efnis að ég hafi verið einn af fimm
heppnu vinningshöfum sem hrepptu eina millijón
bandaríkjadollara í í-meil happadrættinu þeirra... Ef
ég legði nú saman allan þann pening sem ég hef
"unnið" á þennan hátt þá ætti ég núna rúmar 800
millijónir bandaríkjadollara. Það sem er undarlegt
við þessa gaura er að í reitnum sem venjulega
inniheldur mitt netfang, er ókunnt netfang ásamt því
að þeir fara ekki fram á annað en happatölurnar mínar
og símanúmer. Eflaust spyrja þeir að bankanúmeri
símleiðis, ég vara alla hér með við svona tölvupósti,
það kann ekki góðri lukku að stýra að svara þeim.
Einnig hef ég lagt saman alla typpastækkunarruslpóstana mína og fengið það út að hefði ég gripið öll þau tilboð þess efnis státaði ég nú af 7,67 metra bjúga með rétti á endurgreiðslu.
Einnig hef ég lagt saman alla typpastækkunarruslpóstana mína og fengið það út að hefði ég gripið öll þau tilboð þess efnis státaði ég nú af 7,67 metra bjúga með rétti á endurgreiðslu.
|