Dagur tíu: Vopnafjörður - Seyðisfjörður
Ég held ég hafi aldrei verið eins þunnur á minni stuttu æfi og þegar ég vaknaði í morgun... Og eitthverra hluta vegna angaði ég af bræddri síld! o_O
Ég komst að því að ég er búinn að rústa splunkunýju bremsudiskunum mínum á því að fara Hellisheiðina (eystri), en þar er 18% halli, bugðóttar beygjur, fárviðri, rigning, þoka, glerhálir vegir og þverhnípt niður af vegkantinum.

brimífjarska
Brim í fjarska (tekið ofan af Hellisheiðinni á niðurleiðWinking

Vitaskuld stóð maður á bremsunni allan tímann og við það ofhitnuðu bremsudiskarnir og bjöguðust, þannig að núna þegar ég bremsa þá breytist bíllinn minn í eitthvers konar kynlífstæki fyrir tröll, titrar allur og hristist. Þetta hefur lítil áhrif á aksturinn önnur en að það er óþægilegt að sitja í bílnum þegar ég bremsa.... en ég fer ekkert að hoppa út úr bílnum á 90 frekar en að þola smá víbring og æsta tröllskessu á hælum vor.

Við lögðum af stað í átt að seyðisfirði, en þar á Aggi frænku sem á nánast allan bæinn, fengum okkur hamborgara (eins og alltaf) á Hamborgarabúllu Tómasar á Egilsstöðum og héldum svo áfram för okkar.

lagarfljótsormurinn
Lagarfljótsormurinn...

Við kíktum á Skriðuklaustur, en það lokaði víst þremur mínútum áður en við runnum í hlað þannig að við snerum við, og því miður höfðum við ekki tíma fyrir Kárahnjúka í þetta sinn. Við fórum svo í Seyðisfjörð og fundum frænku Agga, en hún rekur gistiheimili þar í bæ. Ég er ekki alveg viss hvort ég fari með rétt mál, en hún (eða sonur hennar) eiga öll gistipláss bæjarins, en það eru sennilega um sex byggingar. Og nóg var af fólki.... Allt frakkar.
Við Aggi fengum 56% afslátt og frítt heimabakað brauð. Okkur var útvegað gott herbergi á gamla sjúkrahúsinu (einkar krípí og talið vera iðandi af draugagangi). Þarna var drukkið vel og náðum við loksins að klára Tópasflöskuna sem ég keypti á Akureyri, en við komumst snemma að því að henni var ekki hægt að loka eftir að við tókum fyrsta sopann. Því þurfti ég að hafa hana í andlitinu í glasabakkanum alla ferðina (eins vel og það nú lítur út að aka um landið með ýturvaxna, opna áfengisflösku í glasabakkanum í armpúðanum við hliðina á sér. Svo kíkti Rikki í heimsókn til okkar alla leið úr Reyðarfirði og það var spjallað mikið og það var spjallað lengi.

næturspjall
Spjall án flass...

bjartspjall
Spjall með flassi.

Við rápuðum um húsið og fundum tvær leynidyr... sem því miður voru læstar, en við vorum verulega spenntir fyrir kjallaranum og bjuggumst við því að finna gömul lík, drauga og blóðuga hnífa þarna niðri...

spítalakjallari
Kjallarinn!! o_O

En svo var það bara pinkulítið herbergi og svo læstar hurðar í allar áttir. Sad
Kvöldið enduðum við Aggi á því að glápa á mynd sem ég hafði á flakkaranum mínum, en hún ber titilinn "Banned From Television" og ég hugsa að ég hefði alveg getað lifað fullu lífi mjög sáttur án þess að sjá þetta kvikindi. Þarna voru myndir af alls konar alvöru slysum sem náðst höfðu á mynd... Sum þeirra leiddu til dauða eins eða fleiri manneskja sem fyrir komu. En það er samt eitt gott við svona myndir (ég reyni alltaf að finna góðu hliðina) er sá að maður er kanski einhverju nærri varðandi það hvernig maður ætti að bregðast við lendi maður í sömu aðstæðum og stjörnur myndarinnar.

Svo er svona "Hollývúdd" skilti á Seyðisfirði í fjallshlíðinni sem lýsist upp á nóttunni:
seyðisfjörðurskilti
Seyðisvúdd... Hollýfjörður?

Hér er svo grófgerð mynd af dagleiðinni:
korttíu

...SeyðisfjördHur!! :Þ
|