Kominn heim frá Spáninum - Ferðasagan
18/08/05 02:18
Jæja... Þá er maður kominn heim á klakann aftur...
Sólbrúnn í meðallagi og frelsinu feginn.
Svona hreint út sagt þá dreg ég það stórlega í efa að ég sæki þennan stað heim aftur.
Ég var með illt í maganum fyrstu þrjá dagana þrátt fyrir að éta við því lyf í lon og don og svo eftir það átti ég bágt með að halda niðri nokkrum mat það sem eftir var ferðarinnar. Þá skipti það engu hvort ég hefði étið sveittan hamborgara með tveggja mm þykku beikoni, eggjum og 200 grömmum af lauk (ég er að kúgast þegar ég skrifa þetta), smurt brauð eða dýrindis nautasteik. Þetta vildi allt saman út aftur sömu leið og það fór inn. Þannig varð það að ég horaðist all svakalega í þessari ferð og er að vonast til þess að geta unnið upp smá matarlyst á næstunni til þess að fá aftur fallega hliðarspikið mitt. :P
Þessi magaslappleiki háði mér einnig mikið á "djamminu" svokallaða, en ég átti einnig bágt með að halda niðri einum einasta bjór. En ég náði oftast að halda niðri nokkrum og skreppa aðeins út á lífið. Var iðulega haldið á Víking Bar, sem að er krá sem höfðar mikið til norrænu þjóðanna og Íslendingar fjölmenntu öll kvöld. Víking lokaði síðan alltaf klukkan 3 og þá var oftast haldið á sóðabæli sem kallast "24 Hour Party Square". Þetta er nokkuð sem að líkja mætti við Lækjartorgið okkar. Torg með fullt af stórum skemmtistöðum sem ekki voru opnir allan sólarhringinn eins og nafn torgsinns gefur svo ranglega til kynna, heldur lokuðu klúbbarnir flestir á milli 5:30 og 6:30. ALLIR þessir klúbbar voru ekkert annað en einn feitur risastór Opus 7 (er áður hét Piano Bar) sem er hérna heima á klakanum.
Fyrsta kvöldið sem ég fór á þennan Party Square álpaðist ég inn á stærsta klúbbinn, "KIU". Fljótlega eftir að ég kom þarna inni labbar náungi upp að mér og segir: "psst... hey..." og lætur eins og hann ætli að hvísla eitthverju að mér... Ég halla mér nær til þess að hlusta á þetta rosalega leyndarmál sem ég hélt hann ætlaði að segja mér, og jú jú... ungi, ókunnugi maðurinn ákveður að stökkva út úr skápnum með stæl með því að bíta mig í vörina!! Eftir þetta var ég þekktur af MS-ingunum sem "gaurinn sem var bitinn í vörina af hommanum" (Er ekki auðveldara að segja bara "Alli"?). Mér brá svo við þetta að ég fattaði ekki að ég hefði átt að lemja hann í klessu fyrir þessa mannasiði. En eftir á að hyggja held ég að það gæti boðið AIDS í heimsókn, enda var ég svo heppinn að ekki blæddi úr vörinni á mér eftir atlöguna. Þrátt fyrir þetta mikla áfall ákvað ég að halda djamminu áfram og skellti mér út á dansgólfið. Þar kom síðan fljótlega fönguleg dama og fór að dansa við mig. Það dugði skammt því allt í einu varð hún dauðhrædd á svipinn og fór að benda eitthvað fyrir aftan mig, ég sneri mér við og *BAMM!!* ég fékk einn vænan gúdd moren frá sveittum spánverjahnakka. Ég brást við eins og ég geri venjulega við þessar aðstæður: Stend og horfi pirraður á sökudólginn... Sveitti spánverjahnakkinn snerist á hæl og strunsaði eitthvað inn í mannþröngina. Stelpan kom aftur til mín og talaði hratt og mikið upp á spænska tungu og benti ákaft á útganginn. Gaurinn ætlaði víst að ná í liðsauka. Ég lallaði því bara í rólegheitunum yfir á næsta klúbb við hliðina á er hét Zona. Þar varð ég fyrir svo miklu aðkasti vændiskvenna að ég hugði mér vart lífs og ákvað að láta hér gott heita og hefja 40 mín. göngu mina heim á hótel. Ég hafði verið á röltinu í rúmt korter þegar bíll nemur staðar við hliðina á mér og ókunnugur ungur maður býður mér far heim á hótel. Hann var væskilslegur vexti og ég var viss um að ef þetta væri morðingi þá ætti hann eftir að fá að finna til tevatnsins. Einnig hafði ég í huga að ég hafði lent í homma fyrr um kvöldið og að ekki slegi eldingu niður tvisvar á sama stað.... RANGT!!!!!! Þegar bílinn er kominn á dágóða ferð finn ég að helvítis krípið rekur tunguna í eyrað á mér og setur hendina á vinstra lærið á mér! Ég gersamlega flippa. Byrja að öskra eitthvern fjandan á hann, en þorði ekki að lemja hann, annars vegar að ótta við AIDS og hins vegar að ótta við það að bíllinn, sem var á mikilli ferð, endaði utan vegar og yrði okkur báðum að bana. Ég brá það ráð að gera tilraun til þess að hoppa út úr bílnum á ferð, fór úr bílbeltinu blótandi krípinu í sand og ösku, opnaði hurðina og setti mig í hoppistellingarnar. Þá negldi hann niður og ég hopp/datt út úr bílnum. Svo brunaði hann í burtu. Restinni af göngutúrnum heim á hótel eyddi ég í að neita góðfúslegum tilboðum eiturlyfjadjöfla: "Got good hchrokoa [kókaín] - only 70 euros for you my hchrend".
Eftir þessa viðburðarríku nótt var ég tregur til þess að fara á Partýskverið, en samt urðu heimsóknirnar þangað allnokkrar, en sem betur fer ekki eins hryllilegar og sú fyrsta, en leiðinlegar voru þær flestar. :/
Aðaldjammið hjá mér í þessari ferð voru setufylleríin heima á hóteli. Hefði ég getað sparað mér offjár hefði ég bara haldið þetta heima á klakanum með sama félagsskap. Eitt kvöldið vorum við með of mikil læti of seint úti á svölum. Gengur þá næturvörður undir svalirnar og gargar reiðilega á okkur: "HEY!! ARE YOU HAVING AN AMERICAN PARTY!!?!? - GO TO SLEEP!!" Við veltum því enn ákaft fyrir okkur hvers vegna hann sagði "American".
Síðan var auðvitað túristast smávegis líka. Ég skellti mér í sjóinn og synti út að baujunni sem að afmarkar hversu langt maður megi fara út... Síðan fer ég að svamla til baka, eftir smá stund ætla ég að líta aftur fyrir mig til þess að athuga hvað ég væri kominn langt fra baujunni... þá sá ég mér til mikillar skelfingar að baujan var enn við hliðina á mér. Nú kom tvennt til greina, annað hvort var baujuhelvítið að elta mig eða... ÚTSOG!! o_O Ég komst aftur í land við illan leik og mikið svaml og lét sjóinn eiga sig eftir þetta atvik. Að auki var ég lítt fyrir ströndina gefinn: Sandur undir neglurnar, sandur undir augnlokin, sandur á milli rasskinnanna, sandur á milli tánna, sandur í eyrunum, sandur í naflanum, sandur í nösunum og sandur á milli tannanna svo fátt eitt sé nefnt.
Svo var einnig túristast til fjallaþorpsins Mijas. Þar dró ég strákana með mér á míkrósafnið. Meðal safnmuna eru hlutir eins og:
-Sjö furðuverk veraldar máluð á tannstöngul.
-Síðasta kvöldmáltíðin eftir Da Vinci máluð á hrisgrjón (það sést móta fyrir andlitunum á fólkinu og allt!)
-Þurkaðar flær sem búið er að klæða í föt.
-Portrett af Abraham Lincoln málað á títiprjónshöfuð í miklum gæðum.
-Faðirvorið ritað á blaðsbrún!!
-Ekta þurrkað mannshöfuð á stærð við tennisbolta.
-O.fl.
Í Mijas keypti ég tröllvaxinn butterfly hníf og bastard ríting af gamalli konu í rafmagnshjólastól. Ekki lét ég þar við sitja, heldur keypti mér einnig verulega sexý 46,5 cm langan sai hníf þegar ég kom aftur úr þorpinu. Ég varð síðan miskunnarlaust afvopnaður í tollinum áðan. Tollararnir stoppuðu bara einn og einn og skoðuðu í farangurinn, ég var einn af þeim heppnu. :/ Reyndar tel ég að allar líkur séu á því að ég fái sai hnífinn aftur til baka með einu eða öðru móti.
Síðasta daginn okkar á Spáni kom rigning, en mér skilst að í Torremolinos hafi ekki komið dropi úr lofti í tæpt ár. Flestöll pálmatrén þarna voru hálfdauð og blaðalaus.
-Himnar Torremolinos grétu brottför okkar... Það var mjög svalandi.
En ég ætla að láta hér við sitja í bili. Er orðinn sybbnaður eftir að hafa setið í fljúgandi víbrador í fjóra og hálfa klukkustund.
Post Scriptum: Ég hendi inn myndum um leið og ég fæ allar myndirnar úr framköllun.
Svona hreint út sagt þá dreg ég það stórlega í efa að ég sæki þennan stað heim aftur.
Ég var með illt í maganum fyrstu þrjá dagana þrátt fyrir að éta við því lyf í lon og don og svo eftir það átti ég bágt með að halda niðri nokkrum mat það sem eftir var ferðarinnar. Þá skipti það engu hvort ég hefði étið sveittan hamborgara með tveggja mm þykku beikoni, eggjum og 200 grömmum af lauk (ég er að kúgast þegar ég skrifa þetta), smurt brauð eða dýrindis nautasteik. Þetta vildi allt saman út aftur sömu leið og það fór inn. Þannig varð það að ég horaðist all svakalega í þessari ferð og er að vonast til þess að geta unnið upp smá matarlyst á næstunni til þess að fá aftur fallega hliðarspikið mitt. :P
Þessi magaslappleiki háði mér einnig mikið á "djamminu" svokallaða, en ég átti einnig bágt með að halda niðri einum einasta bjór. En ég náði oftast að halda niðri nokkrum og skreppa aðeins út á lífið. Var iðulega haldið á Víking Bar, sem að er krá sem höfðar mikið til norrænu þjóðanna og Íslendingar fjölmenntu öll kvöld. Víking lokaði síðan alltaf klukkan 3 og þá var oftast haldið á sóðabæli sem kallast "24 Hour Party Square". Þetta er nokkuð sem að líkja mætti við Lækjartorgið okkar. Torg með fullt af stórum skemmtistöðum sem ekki voru opnir allan sólarhringinn eins og nafn torgsinns gefur svo ranglega til kynna, heldur lokuðu klúbbarnir flestir á milli 5:30 og 6:30. ALLIR þessir klúbbar voru ekkert annað en einn feitur risastór Opus 7 (er áður hét Piano Bar) sem er hérna heima á klakanum.
Fyrsta kvöldið sem ég fór á þennan Party Square álpaðist ég inn á stærsta klúbbinn, "KIU". Fljótlega eftir að ég kom þarna inni labbar náungi upp að mér og segir: "psst... hey..." og lætur eins og hann ætli að hvísla eitthverju að mér... Ég halla mér nær til þess að hlusta á þetta rosalega leyndarmál sem ég hélt hann ætlaði að segja mér, og jú jú... ungi, ókunnugi maðurinn ákveður að stökkva út úr skápnum með stæl með því að bíta mig í vörina!! Eftir þetta var ég þekktur af MS-ingunum sem "gaurinn sem var bitinn í vörina af hommanum" (Er ekki auðveldara að segja bara "Alli"?). Mér brá svo við þetta að ég fattaði ekki að ég hefði átt að lemja hann í klessu fyrir þessa mannasiði. En eftir á að hyggja held ég að það gæti boðið AIDS í heimsókn, enda var ég svo heppinn að ekki blæddi úr vörinni á mér eftir atlöguna. Þrátt fyrir þetta mikla áfall ákvað ég að halda djamminu áfram og skellti mér út á dansgólfið. Þar kom síðan fljótlega fönguleg dama og fór að dansa við mig. Það dugði skammt því allt í einu varð hún dauðhrædd á svipinn og fór að benda eitthvað fyrir aftan mig, ég sneri mér við og *BAMM!!* ég fékk einn vænan gúdd moren frá sveittum spánverjahnakka. Ég brást við eins og ég geri venjulega við þessar aðstæður: Stend og horfi pirraður á sökudólginn... Sveitti spánverjahnakkinn snerist á hæl og strunsaði eitthvað inn í mannþröngina. Stelpan kom aftur til mín og talaði hratt og mikið upp á spænska tungu og benti ákaft á útganginn. Gaurinn ætlaði víst að ná í liðsauka. Ég lallaði því bara í rólegheitunum yfir á næsta klúbb við hliðina á er hét Zona. Þar varð ég fyrir svo miklu aðkasti vændiskvenna að ég hugði mér vart lífs og ákvað að láta hér gott heita og hefja 40 mín. göngu mina heim á hótel. Ég hafði verið á röltinu í rúmt korter þegar bíll nemur staðar við hliðina á mér og ókunnugur ungur maður býður mér far heim á hótel. Hann var væskilslegur vexti og ég var viss um að ef þetta væri morðingi þá ætti hann eftir að fá að finna til tevatnsins. Einnig hafði ég í huga að ég hafði lent í homma fyrr um kvöldið og að ekki slegi eldingu niður tvisvar á sama stað.... RANGT!!!!!! Þegar bílinn er kominn á dágóða ferð finn ég að helvítis krípið rekur tunguna í eyrað á mér og setur hendina á vinstra lærið á mér! Ég gersamlega flippa. Byrja að öskra eitthvern fjandan á hann, en þorði ekki að lemja hann, annars vegar að ótta við AIDS og hins vegar að ótta við það að bíllinn, sem var á mikilli ferð, endaði utan vegar og yrði okkur báðum að bana. Ég brá það ráð að gera tilraun til þess að hoppa út úr bílnum á ferð, fór úr bílbeltinu blótandi krípinu í sand og ösku, opnaði hurðina og setti mig í hoppistellingarnar. Þá negldi hann niður og ég hopp/datt út úr bílnum. Svo brunaði hann í burtu. Restinni af göngutúrnum heim á hótel eyddi ég í að neita góðfúslegum tilboðum eiturlyfjadjöfla: "Got good hchrokoa [kókaín] - only 70 euros for you my hchrend".
Eftir þessa viðburðarríku nótt var ég tregur til þess að fara á Partýskverið, en samt urðu heimsóknirnar þangað allnokkrar, en sem betur fer ekki eins hryllilegar og sú fyrsta, en leiðinlegar voru þær flestar. :/
Aðaldjammið hjá mér í þessari ferð voru setufylleríin heima á hóteli. Hefði ég getað sparað mér offjár hefði ég bara haldið þetta heima á klakanum með sama félagsskap. Eitt kvöldið vorum við með of mikil læti of seint úti á svölum. Gengur þá næturvörður undir svalirnar og gargar reiðilega á okkur: "HEY!! ARE YOU HAVING AN AMERICAN PARTY!!?!? - GO TO SLEEP!!" Við veltum því enn ákaft fyrir okkur hvers vegna hann sagði "American".
Síðan var auðvitað túristast smávegis líka. Ég skellti mér í sjóinn og synti út að baujunni sem að afmarkar hversu langt maður megi fara út... Síðan fer ég að svamla til baka, eftir smá stund ætla ég að líta aftur fyrir mig til þess að athuga hvað ég væri kominn langt fra baujunni... þá sá ég mér til mikillar skelfingar að baujan var enn við hliðina á mér. Nú kom tvennt til greina, annað hvort var baujuhelvítið að elta mig eða... ÚTSOG!! o_O Ég komst aftur í land við illan leik og mikið svaml og lét sjóinn eiga sig eftir þetta atvik. Að auki var ég lítt fyrir ströndina gefinn: Sandur undir neglurnar, sandur undir augnlokin, sandur á milli rasskinnanna, sandur á milli tánna, sandur í eyrunum, sandur í naflanum, sandur í nösunum og sandur á milli tannanna svo fátt eitt sé nefnt.
Svo var einnig túristast til fjallaþorpsins Mijas. Þar dró ég strákana með mér á míkrósafnið. Meðal safnmuna eru hlutir eins og:
-Sjö furðuverk veraldar máluð á tannstöngul.
-Síðasta kvöldmáltíðin eftir Da Vinci máluð á hrisgrjón (það sést móta fyrir andlitunum á fólkinu og allt!)
-Þurkaðar flær sem búið er að klæða í föt.
-Portrett af Abraham Lincoln málað á títiprjónshöfuð í miklum gæðum.
-Faðirvorið ritað á blaðsbrún!!
-Ekta þurrkað mannshöfuð á stærð við tennisbolta.
-O.fl.
Í Mijas keypti ég tröllvaxinn butterfly hníf og bastard ríting af gamalli konu í rafmagnshjólastól. Ekki lét ég þar við sitja, heldur keypti mér einnig verulega sexý 46,5 cm langan sai hníf þegar ég kom aftur úr þorpinu. Ég varð síðan miskunnarlaust afvopnaður í tollinum áðan. Tollararnir stoppuðu bara einn og einn og skoðuðu í farangurinn, ég var einn af þeim heppnu. :/ Reyndar tel ég að allar líkur séu á því að ég fái sai hnífinn aftur til baka með einu eða öðru móti.
Síðasta daginn okkar á Spáni kom rigning, en mér skilst að í Torremolinos hafi ekki komið dropi úr lofti í tæpt ár. Flestöll pálmatrén þarna voru hálfdauð og blaðalaus.
-Himnar Torremolinos grétu brottför okkar... Það var mjög svalandi.
En ég ætla að láta hér við sitja í bili. Er orðinn sybbnaður eftir að hafa setið í fljúgandi víbrador í fjóra og hálfa klukkustund.
Post Scriptum: Ég hendi inn myndum um leið og ég fæ allar myndirnar úr framköllun.
|