Dimmisjón!! Laugh
Þetta var allsvakalegt!
Ég byrjaði daginn á morgundrykkju klukkan 8:30 og var stöðugt að þangað til klukkan 16:00 og drakk um 7 bjóra á því tímabili. Var ég klæddur í Pancho, mexíkanahatt og yfirvaraskegg auk þess að vera með forna byssu í fórum mínum, púðurkút og klassískan gítar. Gerði ég mér það að leik að setjast upp að veggjum skólans, draga hattinn niður fyrir augu og plokka spænskt plokk á gítarinn. Vakti þetta mikla lukku. Síðan hélt ég heim á leið að leggja mig fyrir matinn sem var á Pizza 67. Ég svaf í rúma klukkustund og vaknaði skrælþunnur og ónýtur. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ég var ekkert allt of duglegur að borða. Síðan var setið að drykkju í koníakstofunni til um 21:00, en þá var trítlað yfir á Keltic þar sem Páll Óskar plötusnúðaðist og frír bjór var á boðstólnum. Ekki hef ég tölu á því hvað ég lét mikið ofan í mig af bjór, en sökum þynnku var ég lengi í gang. En ég var ekkert allt of fullur, bara svona léttur á því. Hékk ég á Keltic til svona tvö og var mikið dansað og drukkið, Palli sprengdi tvo hátalara og mörg bjórglös brotnuðu á dansgólfinu.

Eftir Keltic fór ég á pöbbarölt með Nonna og enduðum við á Ellefu þar sem ég þekkti slatta af fólki. Þegar hópurinn ákvað að fara á Dillon skildust leiðir og ég hélt áfram pöbbaröltinu. Hafnaði ég á Nelly's þar sem ég hitti fyrir Möggu vinkonu ásamt fríðu föruneyti. Það vakkti furðu mína að hún var einungis í einum skó, en nýlega hafði hún stigið á títiprjón og þurfti að grafa hann út. Fóturinn var það bólginn að hún komst bara í annan skóinn. Þurfti hún að dansa af einstakri varúð með glerbrot í huga. Við ákváðum að fara á pöbbarölt eftir langa danssyrpu og bar ég Möggu upp og niður Laugarveginn, fyrst upp að Ellefu þar sem við stoppuðum stutt og týndum hópnum, síðan niður að Lækjartorgi þar sem við áttuðum okkur á því að við vorum á leiðinni í vitlausa átt og snerum við og fórum upp að Hverfisbarnum. Þar hitti ég Silju, Dóra, Ásdísi og fleiri. Aftur stoppuðum við Magga stutt við og héldum niður að Hressó. Þegar hér er komið við sögu neitaði Magga að ég bæri sig lengra og því brá ég á það ráð að lána henni annan skóinn minn. Ég var ekki í eins mikilli æfingu í að forðast glerbrotin og hún og steig ég margoft á nokkur slík, en eitthverra hluta vegna slapp ég við öll sár. Það sem verra þótti mér var, þegar við vorum komin inn á Hressó, að stigið var á skólausa fótinn á mér. Þarna voru hnífbeittir pinnahælar á ferð sem héldu uppi ýturvaxinni konu sem dansaði undarlega blöndu af tangói og steppdansi. Nú kom sár... Við hittum Mas (Þorgeir) og Elísu og aftur var mikið dansað þar til orkan kláraðist og haldið var heim á leið.

Sem sagt mjööög gaman, frekar sárt en alveg þess virði! :P
Ég get varla beðið eftir útskrifarferðinni! Laugh
|