Sögurnar hans afa.
27/02/06 20:30
Þær eru alveg ómetanlegar sumar af þessum sögum sem
afi lætur út úr sér við hin ýmsu tækifæri. Ætla ég að
láta eitthvað af þeim flakka núna:
Maður nokkur (sem ég mun ekki nefna á nafn) sem afi þekkti var í allsvakalegu teiti og hafði drukkið helst til of mikið og ákvað að halda heim áður en gleðskapnum lauk. Brá hann á það illa ráð að aka heim í þessu ástandi.
Bíllinn hans þá var Skódi sem var vel kominn til ára sinna og var parkbremsan ónýt þannig að ekki var hægt að leggja bílnum nema á jafnsléttu.
Hann ekur af stað og gengur aksturinn bara prýðilega þar til vélin skyndilega gefur sig og bíllinn staðnæmist í miðri Ártúnsbrekkunni (sem þá var ekki eins vegleg og nú
. Honum tekst að láta bílinn renna
út í vegkantinn áður en hann stoppar og sat þar
fastur í bílnum. Annars vegar vegna þess að
engin parkbremsa var í bílnum og því ekkert sem
myndi hindra bílinn í að bruna stjórnlaust niður
brekkuna væri fóturinn tekin af
akstursbremsunni, og hins vegar þorði hann ekki
að láta bílinn renna niður brekkuna í þessu
ástandi sem hann var í.
Annað var og merkilegt í fari þessa manns að eftir maraþondrykkjur sem þessa varð hann með öllu óskiljanlegur í máli og í stað orða hrukku upp ýmiss búkhljóð í bland við eitthvað sem minnti á drukknandi manneskju að hrópa á hjálp.
Eftir að hafa fengið að malla í ráðaleysi sínu í dágóða stund verður hann var við að tveir lögregluþjónar rölta upp að bílnum og banka á rúðuna. Maðurinn skrúfar niður og lögreglumennirnir spyrja hvort þeir geti eitthvað aðstoðað. Maðurinn hefur þá mál sitt ákaft og tekur að útskýra hvernig fyrir sér væri komið. En það eina sem lögregluþjónarnir heyra eru loftbólukennd búkhljóð og heyrir maðurinn þá annan þjóninn segja við hinn:
-"Hann er mállaus greyið, látum hann bara í friði." Að því loknu setjast þeir upp í bíl sinn og aka á brott.
Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar að drykkjufélagar mannsins fóru að velta fyrir sér hvernig ökuferðin hafi gengið og hringdu þeir í konu mannsins og komust að því að hann hafði ekki komist heim til sín. Brugðu þeir þá á það ráð að fara að leita hans og fundu hann áfengisdauðan í bíl sínum, enn á sínum stað og með annan fótin fastan á bremsunni. Vöktu þeir manninn, komu bílnum fyrir á góðum stað og skutluðu honum heim.
Önnur saga er af manni sem hafði hlotið viðurnefnið "Guli maðurinn" vegna guls samfestings sem hann klæddist jafnan. Fór hann eitt sinn til Danmerkur með félögum sínum í drykkjuferð mikla. Eitt kvöldið fór drykkjan úr böndunum og varð sá Guli viðskilja við restina af hópnum og týndist. Eyddi hann mestum hluta næturinnar ráfandi stefnulaust um Kaupmannahöfn í leit að gistihúsinu sínu. Eftir margra klukkustunda leit gafst hann svo upp, skreið upp í næsta garð og sofnaði þar.
Daginn eftir var hann síðan vakinn af félögum sínum. Vakti það furðu hans í fyrstu hvernig þeir hefðu fundið hann, en er hann leit svo í kring um sig áttaði hann sig á því að hann hafði sofnað í gistihúsgarðinum.
Þriðja sagan er af manni nokkrum sem hafði skellt sér á ball sem haldið var í Hveragerði. Farið var með rútu á staðinn frá Reykjavík og beið svo rútan þar til að ballinu lauk til að ferja fólkið til baka. En söguhetjan okkar, eins og söguhetjurnar hér að ofan, drakk sig ofurölvi og missti af rútunni. Rápaði hann um Hveragerði í leit að húsaskjóli og rambaði loks á opinn kjallaraglugga sem hann skreið fegin inn um. En þegar inn var komið beið hans nokkuð hátt fall, en hafnaði hann á eitthverju mjúku og sofnaði skömmu síðar.
Daginn eftir vaknar maðurinn ringlaður og lítur í kring um sig og áttar sig á því, sér til mikils óhugnaðar að hann er staddur í stórri skyrtunnu úr járni. Kemst hann upp úr við illan leik og er svo sóttur af félögum sínum og virðist hafa komist upp með gistingu þessa óáreittur. Ekki fylgir sögunni hvort skyrið hafi farið á markað.
Maður nokkur (sem ég mun ekki nefna á nafn) sem afi þekkti var í allsvakalegu teiti og hafði drukkið helst til of mikið og ákvað að halda heim áður en gleðskapnum lauk. Brá hann á það illa ráð að aka heim í þessu ástandi.
Bíllinn hans þá var Skódi sem var vel kominn til ára sinna og var parkbremsan ónýt þannig að ekki var hægt að leggja bílnum nema á jafnsléttu.
Hann ekur af stað og gengur aksturinn bara prýðilega þar til vélin skyndilega gefur sig og bíllinn staðnæmist í miðri Ártúnsbrekkunni (sem þá var ekki eins vegleg og nú

Annað var og merkilegt í fari þessa manns að eftir maraþondrykkjur sem þessa varð hann með öllu óskiljanlegur í máli og í stað orða hrukku upp ýmiss búkhljóð í bland við eitthvað sem minnti á drukknandi manneskju að hrópa á hjálp.
Eftir að hafa fengið að malla í ráðaleysi sínu í dágóða stund verður hann var við að tveir lögregluþjónar rölta upp að bílnum og banka á rúðuna. Maðurinn skrúfar niður og lögreglumennirnir spyrja hvort þeir geti eitthvað aðstoðað. Maðurinn hefur þá mál sitt ákaft og tekur að útskýra hvernig fyrir sér væri komið. En það eina sem lögregluþjónarnir heyra eru loftbólukennd búkhljóð og heyrir maðurinn þá annan þjóninn segja við hinn:
-"Hann er mállaus greyið, látum hann bara í friði." Að því loknu setjast þeir upp í bíl sinn og aka á brott.
Það var ekki fyrr en nokkrum klukkustundum síðar að drykkjufélagar mannsins fóru að velta fyrir sér hvernig ökuferðin hafi gengið og hringdu þeir í konu mannsins og komust að því að hann hafði ekki komist heim til sín. Brugðu þeir þá á það ráð að fara að leita hans og fundu hann áfengisdauðan í bíl sínum, enn á sínum stað og með annan fótin fastan á bremsunni. Vöktu þeir manninn, komu bílnum fyrir á góðum stað og skutluðu honum heim.
Önnur saga er af manni sem hafði hlotið viðurnefnið "Guli maðurinn" vegna guls samfestings sem hann klæddist jafnan. Fór hann eitt sinn til Danmerkur með félögum sínum í drykkjuferð mikla. Eitt kvöldið fór drykkjan úr böndunum og varð sá Guli viðskilja við restina af hópnum og týndist. Eyddi hann mestum hluta næturinnar ráfandi stefnulaust um Kaupmannahöfn í leit að gistihúsinu sínu. Eftir margra klukkustunda leit gafst hann svo upp, skreið upp í næsta garð og sofnaði þar.
Daginn eftir var hann síðan vakinn af félögum sínum. Vakti það furðu hans í fyrstu hvernig þeir hefðu fundið hann, en er hann leit svo í kring um sig áttaði hann sig á því að hann hafði sofnað í gistihúsgarðinum.
Þriðja sagan er af manni nokkrum sem hafði skellt sér á ball sem haldið var í Hveragerði. Farið var með rútu á staðinn frá Reykjavík og beið svo rútan þar til að ballinu lauk til að ferja fólkið til baka. En söguhetjan okkar, eins og söguhetjurnar hér að ofan, drakk sig ofurölvi og missti af rútunni. Rápaði hann um Hveragerði í leit að húsaskjóli og rambaði loks á opinn kjallaraglugga sem hann skreið fegin inn um. En þegar inn var komið beið hans nokkuð hátt fall, en hafnaði hann á eitthverju mjúku og sofnaði skömmu síðar.
Daginn eftir vaknar maðurinn ringlaður og lítur í kring um sig og áttar sig á því, sér til mikils óhugnaðar að hann er staddur í stórri skyrtunnu úr járni. Kemst hann upp úr við illan leik og er svo sóttur af félögum sínum og virðist hafa komist upp með gistingu þessa óáreittur. Ekki fylgir sögunni hvort skyrið hafi farið á markað.
|