Dagur tólf: Stöðvarfjörður - Höfn í Hornafirði
31/08/06 21:03
Úúúúúúf!! Ég vaknaði svo slæmur í hálsinum að ég gat
bókstaflega ekkert talað. Ég á nú að vera einn af
þeim fáu heppnu sem verða næstum aldrei veikir,
frábær tímasetning... Ég eyddi morgninum í að spjalla
við Frakkana (svona þegar ég gat komið upp orði) á
meðan þeir tóku saman og svo lá ég í sólbaði þar til
Aggi skreið á fætur. Í gær laumaðist ég upp í lokaðan
turn kirkjunnar vanhelgu fyrir forvitnis sakir...
Þetta var lokað með tveimur hlerum, þegar ég opnaði
fyrsta tók að berast vélarhljóð úr turninum... Ég
varð ekkert smá smeikur, enda frekar fríkí, svo
manaði ég sjálfan mig upp í að opna efri hlerann...
Þarna var allt fullt af tækjum og tólum og alls konar
græjum sem þjóna víst þeim tilgangi að halda
Stöðfirðingum í góðu GSM sambandi.
Eftir að við vorum báðir komnir í startholurnar ákváðum við að kíkja aðeins til baka og sjá lítið bæjarfélag sem átti að hafa lagst í eyði fyrir löngu. Þetta var fýluferð, það voru einhver fífl búin að skemma bæinn með því að reysa sér splunkunýja sumarbústaði inni á milli húsanna! HVAÐ ER AÐ FÓLKI!? o_O
"Fransk-íslenskt verkefni um verndun spítalans 1996" stendur á stóru skilti á húsi þessu... Verkefnið virðist ganga heldur brösulega. :/
Papey við sjóndeildarhringinn ef mér skjátlast ekki.
Við lögðum svo af stað til Hafnar og komum við í Djúpavogi og skelltum okkur á netið þar sem ég gat hent upp síðustu tveim dögum á bloggið o.fl. Það reyndar kostaði 100 kr. að vera á netinu þarna í 10 mín skv stelpunni sem að kom okkur í netsamband... Svo gerði ég upp eftir hálftíma setu, en þá var annar náungi kominn bakvið afgreiðsluborðið.
Netkaffihúsið í Djúpavogi.
"hvað varstö lengjeh? - Svona þrjátíöh mínútöhr? Þá, svona fyrir þig get ég reddaðissu á svona þrjúhundruð kall, vinöhr!" Svaka díll hehe.
Annars var lítið að skoða annað á þessari leið nema falleg fjöll og því fórum við svo bara beint strik til Hafnar. Reyndar bar mjög mikið á því á þessum landshluta að fólk æki alveg YFIRNÁTTÚRULEGA HÆGT!! o_O
Það er 90 km hámarkshraði, góður vegur (erfitt að taka framúr samt vegna blindhæða) og fólk ók um á fimmtíu og rásaði til og frá á veginum fyrir framan mann svona til þess að draga úr manni kjarkinn. við lentum í ÞREMUR svona mannöpum á leiðinni frá Djúpavogi til Hafnar. >:-0
Það eru rosalega flott fjöll á þessu landsvæði og ég var sérstaklega hrifinn af einu sem virtist vera að fara að gjósa! o_O
Maður sá skýin myndast og bókstaflega hlaupa yfir fjallið hægra megin. Mjög tilkomumikil sjón!
The leaning mountain of Ísland.
Fallegir litir og drangar í þessu fjalli.
En núna fengum við Aggi okkur almennilegt hótelherbergi svona einu sinni, enda öll pokapláss full hér í bæ. Þannig að við sitjum bara og spilum gamla DooM leiki og lepjum bjór í mestu makindum.
-------
Við skelltum okkur svo á krá og kynntumst þar tveimur náungum, annars vegar Hallgrími, eldri maður sem var búinn að fá sér kanski svolítið í glas, en var samt hress og kátur, og hins vegar Loga, 33 ára náungi sem er á leið sinni að ganga frá Reykjavík upp að Kárahnjúkum, þetta er dagur tíu hjá kauða. Við þáðum svo heimboð Hallgríms og héldum til hjá honum þar til við fórum heim að sofa.
Logi og Aggi bera saman bækur sínar, Hallgrímur fylgist spenntur með.
Hér er svo leiðin í dag:
Eftir að við vorum báðir komnir í startholurnar ákváðum við að kíkja aðeins til baka og sjá lítið bæjarfélag sem átti að hafa lagst í eyði fyrir löngu. Þetta var fýluferð, það voru einhver fífl búin að skemma bæinn með því að reysa sér splunkunýja sumarbústaði inni á milli húsanna! HVAÐ ER AÐ FÓLKI!? o_O

"Fransk-íslenskt verkefni um verndun spítalans 1996" stendur á stóru skilti á húsi þessu... Verkefnið virðist ganga heldur brösulega. :/

Papey við sjóndeildarhringinn ef mér skjátlast ekki.
Við lögðum svo af stað til Hafnar og komum við í Djúpavogi og skelltum okkur á netið þar sem ég gat hent upp síðustu tveim dögum á bloggið o.fl. Það reyndar kostaði 100 kr. að vera á netinu þarna í 10 mín skv stelpunni sem að kom okkur í netsamband... Svo gerði ég upp eftir hálftíma setu, en þá var annar náungi kominn bakvið afgreiðsluborðið.

Netkaffihúsið í Djúpavogi.
"hvað varstö lengjeh? - Svona þrjátíöh mínútöhr? Þá, svona fyrir þig get ég reddaðissu á svona þrjúhundruð kall, vinöhr!" Svaka díll hehe.
Annars var lítið að skoða annað á þessari leið nema falleg fjöll og því fórum við svo bara beint strik til Hafnar. Reyndar bar mjög mikið á því á þessum landshluta að fólk æki alveg YFIRNÁTTÚRULEGA HÆGT!! o_O
Það er 90 km hámarkshraði, góður vegur (erfitt að taka framúr samt vegna blindhæða) og fólk ók um á fimmtíu og rásaði til og frá á veginum fyrir framan mann svona til þess að draga úr manni kjarkinn. við lentum í ÞREMUR svona mannöpum á leiðinni frá Djúpavogi til Hafnar. >:-0
Það eru rosalega flott fjöll á þessu landsvæði og ég var sérstaklega hrifinn af einu sem virtist vera að fara að gjósa! o_O

Maður sá skýin myndast og bókstaflega hlaupa yfir fjallið hægra megin. Mjög tilkomumikil sjón!

The leaning mountain of Ísland.

Fallegir litir og drangar í þessu fjalli.
En núna fengum við Aggi okkur almennilegt hótelherbergi svona einu sinni, enda öll pokapláss full hér í bæ. Þannig að við sitjum bara og spilum gamla DooM leiki og lepjum bjór í mestu makindum.

-------
Við skelltum okkur svo á krá og kynntumst þar tveimur náungum, annars vegar Hallgrími, eldri maður sem var búinn að fá sér kanski svolítið í glas, en var samt hress og kátur, og hins vegar Loga, 33 ára náungi sem er á leið sinni að ganga frá Reykjavík upp að Kárahnjúkum, þetta er dagur tíu hjá kauða. Við þáðum svo heimboð Hallgríms og héldum til hjá honum þar til við fórum heim að sofa.

Logi og Aggi bera saman bækur sínar, Hallgrímur fylgist spenntur með.
Hér er svo leiðin í dag:

|