Til hamingju Silja, Dóri og Ísland!
04/02/06 20:48
Silja og Dóri voru að eignast lítinn labbakút klukkan
19:01 núna áðan!!!
Innilegar hamingjuóskir með snúllann og látið mig vita um leið og ég má kíkja í heimsókn að skoða!
Reyndar hefur mér aldrei þótt svona splunkunýfædd börn sæt... Ekki einu sinni mitt eigið. Bara svona forvitnileg, lítil hrukkudýr sem eru á svipinn eins og þau séu að rembast af alefli þótt allir vöðvar séu slakir. En ég skal sitja á mér með komment þegar ég kem í heimsókn hehe. :P
Ég horfði á Sylvíu Nótt rétt í þessu og ég verð að segja að hún var að hoppa upp um eitt sæti á listanum sem ég bloggaði 4. des 2005 (skrolla rétt niður fyrir miðju). Úff... ég á eftir að missa svo mikinn svefn út af þessu! o_O
Ef hún kemst áfram þá MUN ég horfa á Eurovision í fyrsta skiptið síðan ég fékk vit í kollinn.
Áfram ÍSLAND!!!



Innilegar hamingjuóskir með snúllann og látið mig vita um leið og ég má kíkja í heimsókn að skoða!

Reyndar hefur mér aldrei þótt svona splunkunýfædd börn sæt... Ekki einu sinni mitt eigið. Bara svona forvitnileg, lítil hrukkudýr sem eru á svipinn eins og þau séu að rembast af alefli þótt allir vöðvar séu slakir. En ég skal sitja á mér með komment þegar ég kem í heimsókn hehe. :P
Ég horfði á Sylvíu Nótt rétt í þessu og ég verð að segja að hún var að hoppa upp um eitt sæti á listanum sem ég bloggaði 4. des 2005 (skrolla rétt niður fyrir miðju). Úff... ég á eftir að missa svo mikinn svefn út af þessu! o_O
Ef hún kemst áfram þá MUN ég horfa á Eurovision í fyrsta skiptið síðan ég fékk vit í kollinn.

Áfram ÍSLAND!!!
|