Bylting í hugbúnaðargeiranum!
Rakst á þetta einstaklega skemmtilega og tilgangslausa forrit og datt í hug að deila uppgötvun minni með lesendum þessa bloggs: Smella hér!
Annars er pabbahelgi hjá mér núna, þannig að ég sit stilltur heima með Mattalíusi og bægi frá mér öllum djammboðum og fresta freistingum fram á næstu helgi.
Fyrir þá Mattaaðdáendur sem ekki hafa séð ævintýri hans á stafrænu vídjói er hægt að smella hér og brosa yfir uppátækjum hans (takið sérstaklega eftir því, svona rétt eftir miðju myndarinnar, þegar hann er næstum dottinn framúr... Hljóðið sem kemur er priceless! -Ath. að ég er samt sem áður mjög feginn að hann datt ekki, engin börn slösuðust við gerð þessarar ræmu).
|