Latínusull
Ég var að komast að því að ég mun neyðast til þess að syngja Gaudann við útskrift mína ásamt restinni af þeim sem eru að sleppa. Þetta þykir mér einkar óhugguleg tilhugsun þar sem ég hef þrjár ástæður til þess að hrylla mig er ég heyri hann.

1) Gádinn er Latína og hana þoli ég ekki. Einstaklega fallegt tungumál og praktískt að læra það, en ég er þannig úr garði gerður að tungumál þetta er einfaldlega of erfitt fyrir mig og það fer í taugarnar á mér.

2) Gádinn er MR söngurinn, a.m.k. er kennd alvöru Latína þar. Hér í FB er ekki kennt svo mikið sem gervilatína. Ég er ekki lengur í MR, hvað þá að útskrifast þaðan... Þess vegna þykir mér söngurinn ekki við hæfi. Svona svipað og ef að einhver myndi skella á laginu "Beat it" með Michael Jackson við jarðarför.

3) Gádanum var nauðgað í sjónvarpinu á síðasta ári. Það var hann Þorsteinn Guðmundsson ásamt KB banka sem voru þar að verki með auglýsingaherferðina "Namus est lifstillum" sem þykir ekki beint góð latína hjá þeim sem til hennar þekkja. (Þeir sem að misstu af umræddri auglýsingaherferð geta smellt hér og síðan smellt á hlekkinn "Þorsteinn í auglýsingum").

Gádinn hefur veginn verið,
víst er talinn liðinn þáttur.
Utinam Þorsteinn eygi kverið
og uppgötvi að mennt er máttur.




|