Fengitími
Já þá er hann Elli kallinn kominn á fyrsta fengitímann sinn. Litli Ellastrákurinn minn vex svo hratt! *sniff* :')
Nú er krílið mitt ekkert nema testósterón og gredda. Og var það einmitt uppspretta einnar annarlegustu anvökunætur minnar. Þannig eru nefnilega mál með vexti að þessi dýr sýna sig fyrir kvendýrunum (og reka burt önnur karldýr af svæðinu sínu) með því að reisa sig upp og veifa gaurnum á sér framan í þær/þá ( ! ). Ennfremur eiga þeir það til að heilsa upp á kvenkyns eigendur sína með því að reisa sig upp, flagga gaurnum og brunda síðan hressilega í allar áttir með tilheyrandi tilþrifum og óhljóðum ( !! ). Þetta eru miklar kynjaverur og djöfull er ég nú feginn að vera strákur núna! :P

En upphaf andvökunæturinnar minnar átti sér stað er Elli sá spegilmynd sína í glerinu á búrinu sínu og nú skyldi sko verja svæðið sitt af hörku! Hann tekur sig því til, reisir sig upp og ætlar að flagga hressilega á "hina" eðluna, en þetta var helst til of hressilegt og með gaurnum fylgdu ýmiss innri líffæri!
Þarna var kominn hluti ristilsins o.fl. nærliggjandi hangandi aftan úr greyinu. Og hann gat ekki dregið þetta aftur inn! Þar sem ég komst ekki að hjá dýralækni fyrr en um 10 daginn eftir þurfti ég að reyna að gera eitthvað í þessu sjálfur í millitíðinni svo ekki hlytist skaði af.
Fyrsta sem ég gerði var að skella honum í bað og athuga hvort það dugði ekki. Jú, eitthvað smá fór þetta inn, en kom svo fljótlega aftur út. Og sýndi hann nú fyrst fram á að hann væri orðinn stór strákur og væri fær um að klifra sjálfur upp úr baðkerinu, á versta tíma... einmitt þegar ég þurfti að halda honum sem lengst þarna ofan í. Því næst tók ég upp á því að setja nýtt vatn í baðkarið og nánast metta það með sykri, en hann mýkir og eykur líkurnar á því að hann nái aftur að rúlla gumsinu inn. Ekki gekk það.
Næsta ráð var vaselínið góða, smyrja gumsið og reyna að pota því inn án þess að beita miklu afli, ef þessi líffæri skemmast þá deyr hann fjótlega ef hann kemst ekki undir læknishendur. Uppskera þessa erfiðis var hvorki meira né minna en allmyndarlegur kúkur í lófanum á mér. Ég virti hann sem snöggvast fyrir mér, þreif á mér hendurnar og lagði höfuðið í bleyti um hvað nú skyldi taka til bragðs.
Ef líffærin myndu þorna mundi vefurinn deyja og setja Ella greyið í lífshættu. Ég varð því að halda þeim rökum þangað til að hann kæmist undir læknishendur, en ekki of rökum því þá þrútna líffærin út og þá get ég líka gleymt því að þau fari aftur inn.
Þetta kallaði á efnafræði... Nú þurfti ég að blanda saltvatn í hárnákvæmum hlutföllum þannig, í einfölduðu máli, að saltið hindraði líffærin í að taka í sig of mikið vatn og vantið hindraði saltið í að þurrka upp líffærin.
Þessari blöndu varð ég síðan eitthvern vegin að halda upp að líffærunum í þá 9 tíma sem eftir voru þangað til að dýralæknir séði sér fært að taka við honum. Þetta gerði ég með því að skella þessi í baðkarið góða og sitja inni á klósetti í níu klukkustundir og passa að Elli færi ekki upp úr eða drykki af vatninu. Ég segi það með sanni að þetta var ein lengsta andvökunótt sem ég hef upplifað. Hékk ég inni á klósettinu eins og illa gerður hlutur með fartölvu í níu klukkustundir, en það hófst. Var Elli meira en lítið piraður þegar hann vaknaði síðan um morguninn skítkaldur og áttaviltur.
Svo var brunað til dýralæknisins. Stelpan í móttökunni hálfdansaði hring eftir hring í kring um mig:
"Rosalega ertu flottuuuur!! Vá hvað þú er ofboðslega sæætur!! Geðveikt fallegur!!"
Fékk mig til þess að gleyma um stund að ég var með Ella á öxlinni. :P
Inni á stofunni var hundur sem að gelti ákaft... ég hef aldrei séð Ella jafnskelkaðan og uppblásinn.
Sem stendur er Elli greyið í tveggja tíma aðgerð þar sem gumsinu verður troðið aftur inn og saumað fast svo þetta endurtaki sig ekki, eða, ef efnafræðin mín misheppnaðist, gumsið verður fjarlægt sem er öllu stærri og hættulegri aðgerð og er óvíst hvort að ég fái hann í hendurnar aftur á lífi. :'(
Ég krossa alla fingur og tær og vona hið besta... Hvernig sem þetta fer á ég eftir að þurfa á áfallahjálp að halda... :S :S :S
|