Rafurmagn!? o_O
Ég hef verið óvenjulega hlaðinn rafmagni í allan dag.
Ástæðan er mér algerlega ókunn, en ég tók fyrst eftir þessu í vinnunni. Ekkert hefur verið gert við teppið, ég var í sömu skóm og venjulega og hef oft mætt í þessum fötum áður til vinnu.

Var þetta einkar óþægilegt og jafnvel farið að verða óþolandi þegar leið á daginn.
Tók fyrst eftir þessu þegar ég var að rétta viðskiptavini bunka af gerviefnisáklæði (sumir kalla þetta microfiber). Þetta leiðir rafmagn einstaklega vel og um leið og hönd hennar snerti prufurnar sem ég var að rétta henni kom blossi og fengum við bæði raflost sem leiddi til þess að samtímis slepptum við prufubunkanum sem féll á gólfið. Bæði beygðum við okkur til þess að ná í bunkann og það sama skeði aftur! o_O
En nú þorði hvorugt okkar að snerta bunkann aftur og, ég sver það, ég fann brunalykt!
Ég safnaði í mig þori, tók bunkann upp og lagði hann á nærstatt sófaborð og fór að sækja viðarprufur handa konunni... Sama gerðist, nema nú sleppti ég ekki, enda hálf-viðbúinn í þetta skiptið.

Restinni af vinnudeginum eyddi ég í að fá raflost úr hurðarhúnum, skrúfum, handriðum og öðrum málmhlutum ásamt því að reyna að fá hárið á mér til að tolla niðri.

Held samt að þetta sé liðið hjá núna, ætla að gá........... Nibb... Sad

Er bara feginn að verða ekki fyrir eldingu eða eitthvað álíka.
|