Tölvunördablogg
11/09/05 18:42
Ég skellti mér í Apple búðina vegna þess að tölvan
mín var með eitthvað vesin. Þannig voru mál með vexti
að ég ætlaði að uppfæra tónlistarforritið mitt í
nýjustu útgáfuna, en alltaf þegar ég reyndi þá komu
upp villuskilaboð þess efnis að ég yrði fyrst að
slökkva á forritinu áður en ég uppfærði það, en sú
villa kom alltaf upp hvort sem kveikt var á forritinu
eða ekki og hún fór ekki aftur fyrr en slökkt var á
tölvunni. Þeir í Apple búðinni brugðu fyrst á það ráð
að henda út tónlistarforritinu og reyna aftur... Ekki
virkaði það og fór ekki betur en svo að nú, þegar
þetta er komið aftur í lag, þarf ég að flokka öll
lögin mín 3709 alveg upp á nýtt!
Í leiðinni keypti mér tölvuleik sem að heitir Battlefield eitthvað (ég man aldrei nein ártöl þannig að ég kalla hann bara Battlefield sautjánhundruðogsúrkál). Þetta er svona leikur sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og spilar maður sem hermaður og tekur þátt í öllum helstu orrustunum. Það sem mér finnst skemmtilegast við þennan leik er að maður getur hoppað upp í nánast hvaða farartæki sem er og stýrt því. Allt frá flugvélum niður í kafbáta (það stendur að það séu kafbátar í bæklingnum, en ég hef enn ekki fundið neinn) og oft þarf fleiri en einn til til þess að manna farartækin. Ég stökk náttúrulega strax í netspilunardæmið þar sem margir spila saman og komst samstundis að því að ég þarf á mikilli æfingu að halda ef ég ætla að fara þangað aftur. Þannig að ég tók mig til og kláraði leikinn tvisvar á "easy", einu sinni á "normal" og vantar svo bara eitt borð upp á að klára hann í "hard". Það er svo eitt styrktarleikastig í viðbót sem heitir því óhuggulega nafni "impossible" og er ég ekkert allt of spenntur fyrir því að prófa það. En ég hef á tilfinningunni að allir sem eru að spila þennan leik á netinu geti rústað honum á þessu erfiðleikastigi bókstaflega með augun lokuð.
Það sem angrar mig helst við þennan leik eru hinar og þessar skráðu og óskráðu reglur sem eru settar upp á netinu. Helst er það "No Camping" reglan, en "Camping" þýðir útilega og er tölvuleikjaslangur yfir þá sem að sitja með með leyniskitturiffla á hinum og þessum stöðum og plaffa niður andstæðingana í hrönnum án þess að hreyfa sig mikið. Ekki það að ég sé mikið fyrir að iðka þessa iðju, en þessi leikur er stríðshermir, og í stríði er allt morandi í leyniskittum og mér finnst gaman að þróa með liðsfélögunum plott um hvernig skuli ná leyniskittunum úr fylgsnum sínum. Þessir sömu gaurar og setja þessar relgur og sparka þeim sem brjóta þær leggja síðan skriðdrekum fyrir utan húsin sem maður byrjar í eftir að hafa verið drepinn og skjóta af fallbyssunni inn í þau í gríð og erg þannig að maður er dauður aftur um leið og maður kemst aftur í leikinn. Það finnst mér frekar ætti að vera bannað heldur en útilegurnar.
Einnig hef ég rekist á fleiri undarlegar reglur svo sem að það sé bannað að ráðast á illa útbúnar óvinaherstöðvar með skriðdrekum... Hvað er málið með það!? Á maður að bíða þar til óvinirnir ná sér í skriðdreka og ráðast síðan á herstöðvarnar með sama markmiði og áður? Eða á maður að hoppa út úr skriðdrekanum sínum og ráðast þannig á þær og hætta á að á meðan komi einhver og stelist í skriðdrekann og plaffi mann niður? :S
Ef einhver kannast við þennan leik þá væri gaman að fá leiðbeiningar um hvernig maður á að fljúga þessum bannsettu rellum í leiknum. Ég kann jú að fljúga þessu, en sprengjurnar hjá mér lenda bara þar sem þeim sýnist... er eitthver leið til þess að miða þessu drasli? -Það hlýtur bara að vera, nema netgaurarnir séu bara svona rosalega góðir í að giska. :/
*EDIT*Fann leið til að skipta um sjónarhorn, nú er þetta ekkert mál
*EDIT*
Í þessu tölvunördamaraþoni hefur herbergið mitt drappast niður og það hefur sjaldan verið eins mikil óreiða hérna (ekki þessi reglulega óreiða sem er venjulega, heldur óregluleg óreiða). Það er svo skítugt að Elli vill ekki fara út úr búrinu sínu... ÞÁ er kominn tími til að taka til held ég bara. :P
Svo keypti ég mér einnig í leiðinni 1 GB RAM í tölvuna mína. Nú er hún með 1.25 GB RAM í heildina og er mun hraðvirkari á allan hátt fyrir vikið!
Breakbeat.is, Techno.is og Hiphop.is kvöld á Broadway á laugardaginn eftir 148 klst... Ég þangað!

Í leiðinni keypti mér tölvuleik sem að heitir Battlefield eitthvað (ég man aldrei nein ártöl þannig að ég kalla hann bara Battlefield sautjánhundruðogsúrkál). Þetta er svona leikur sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni og spilar maður sem hermaður og tekur þátt í öllum helstu orrustunum. Það sem mér finnst skemmtilegast við þennan leik er að maður getur hoppað upp í nánast hvaða farartæki sem er og stýrt því. Allt frá flugvélum niður í kafbáta (það stendur að það séu kafbátar í bæklingnum, en ég hef enn ekki fundið neinn) og oft þarf fleiri en einn til til þess að manna farartækin. Ég stökk náttúrulega strax í netspilunardæmið þar sem margir spila saman og komst samstundis að því að ég þarf á mikilli æfingu að halda ef ég ætla að fara þangað aftur. Þannig að ég tók mig til og kláraði leikinn tvisvar á "easy", einu sinni á "normal" og vantar svo bara eitt borð upp á að klára hann í "hard". Það er svo eitt styrktarleikastig í viðbót sem heitir því óhuggulega nafni "impossible" og er ég ekkert allt of spenntur fyrir því að prófa það. En ég hef á tilfinningunni að allir sem eru að spila þennan leik á netinu geti rústað honum á þessu erfiðleikastigi bókstaflega með augun lokuð.
Það sem angrar mig helst við þennan leik eru hinar og þessar skráðu og óskráðu reglur sem eru settar upp á netinu. Helst er það "No Camping" reglan, en "Camping" þýðir útilega og er tölvuleikjaslangur yfir þá sem að sitja með með leyniskitturiffla á hinum og þessum stöðum og plaffa niður andstæðingana í hrönnum án þess að hreyfa sig mikið. Ekki það að ég sé mikið fyrir að iðka þessa iðju, en þessi leikur er stríðshermir, og í stríði er allt morandi í leyniskittum og mér finnst gaman að þróa með liðsfélögunum plott um hvernig skuli ná leyniskittunum úr fylgsnum sínum. Þessir sömu gaurar og setja þessar relgur og sparka þeim sem brjóta þær leggja síðan skriðdrekum fyrir utan húsin sem maður byrjar í eftir að hafa verið drepinn og skjóta af fallbyssunni inn í þau í gríð og erg þannig að maður er dauður aftur um leið og maður kemst aftur í leikinn. Það finnst mér frekar ætti að vera bannað heldur en útilegurnar.
Einnig hef ég rekist á fleiri undarlegar reglur svo sem að það sé bannað að ráðast á illa útbúnar óvinaherstöðvar með skriðdrekum... Hvað er málið með það!? Á maður að bíða þar til óvinirnir ná sér í skriðdreka og ráðast síðan á herstöðvarnar með sama markmiði og áður? Eða á maður að hoppa út úr skriðdrekanum sínum og ráðast þannig á þær og hætta á að á meðan komi einhver og stelist í skriðdrekann og plaffi mann niður? :S
Ef einhver kannast við þennan leik þá væri gaman að fá leiðbeiningar um hvernig maður á að fljúga þessum bannsettu rellum í leiknum. Ég kann jú að fljúga þessu, en sprengjurnar hjá mér lenda bara þar sem þeim sýnist... er eitthver leið til þess að miða þessu drasli? -Það hlýtur bara að vera, nema netgaurarnir séu bara svona rosalega góðir í að giska. :/
*EDIT*Fann leið til að skipta um sjónarhorn, nú er þetta ekkert mál

Í þessu tölvunördamaraþoni hefur herbergið mitt drappast niður og það hefur sjaldan verið eins mikil óreiða hérna (ekki þessi reglulega óreiða sem er venjulega, heldur óregluleg óreiða). Það er svo skítugt að Elli vill ekki fara út úr búrinu sínu... ÞÁ er kominn tími til að taka til held ég bara. :P
Svo keypti ég mér einnig í leiðinni 1 GB RAM í tölvuna mína. Nú er hún með 1.25 GB RAM í heildina og er mun hraðvirkari á allan hátt fyrir vikið!

Breakbeat.is, Techno.is og Hiphop.is kvöld á Broadway á laugardaginn eftir 148 klst... Ég þangað!



|