***Viðauki*** Dagur níukommaeinn: Næturlífið á
Vopnafirði
29/08/06 03:16
Þannig er mál með vexti að við Aggi fáum okkur
venjulega ölsopa og röflum eitthvað í hvor öðrum um
hitt og þetta eftir að ég hef lokið við að senda inn
mína daglegu bloggfærslu. Núna brá svo við að ég
ákvað að skella mér út í sígó í miðju
emmessennspjalli við Silju og fann þá skringilega
lykt....
Lykt þessi hafði boðið okkur velkomna í bæinn fyrr um daginn en ég hafði ekki orð á því í færslunni hér á undan því ég hélt að þetta væri alltaf svona og vildi ekki móðga heimamenn (þótt lykt þessi væri slagæð bæjarinns). En hin raunverulega orsök lyktarinnar er sú að það sprakk hjúds leiðsla í síldarbræðsluverksmyðju bæjarins, en hún er í gangi allan sólarhringinn.
Eftir fyrstu tvær sígópásurnar okkar Agga vorum við hættir að taka eftir þessari lykt þó annað fólk sem átti leið inn á hótelið hefði kúgast, gripið fyrir nefið og röflað. Svo, núna áðan er ég skrapp út í sígó fann ég lyktina skyndilega aftur og ákvað að trítla á stjá með myndavélina mína. Þarna er allt í fullum gangi að nóttu sem degi og hitti ég mann sem ég spurði leyfis um myndatöku í húsnæðinu. Fékk ég góðfúslegt leyfi og kom í ljós að maður þessi héti Svavar og hafði unnið fyrir Bjarndísi frænku mína, en hún hýsti okkur einmitt á Ísafirði sem er svo skemmtilega staðsettur akkúrat hinum megin á klakanum okkar.
lyktin var sterk þarna inni, en vandist fjljótt... en nú getum við Aggi gleymt því að eiga í mannlegum samskiptum í þessum fötum í bili samkvæmt heimakunnum. En ég náði góðum myndum og við lentum á góðu spjalli við strák sem vinnur þarna og heitir Jón Sigurðarson og á og rekur vefinn Vopnafjörður.is <-- smelltu hér til að heimsækja (flottar ljósmyndir af bænum). En við fengum góðfúslegt leyfi til þess að trítla um með myndavélina og smella af af bestu lyst frá þessum herramönnum og hér er hluti afrakstrarins:
Hér sprakk víst leiðslan og olli lyktinni miklu 2006.
Jón og Svavar (biður að heilsa Bjarndísi frænku!)
Hver ætli hafi teiknað planið af þessu apparati? o_O
Síldarleki (ég finn lyktina þegar ég skrifa þetta)
Vopnafjarðargull.
Og svo kveðjumynd af verksmyðjunni.
Og ég nenni ekki að setja leið næturinnar inn á íslandskort núna þannig að þið verðið að afsaka.
En nú er ég farinn í hátinn.... í síldarbræðstustybbunni sem ekki lengur er úti, heldur inni hjá okkur. o_O
Lykt þessi hafði boðið okkur velkomna í bæinn fyrr um daginn en ég hafði ekki orð á því í færslunni hér á undan því ég hélt að þetta væri alltaf svona og vildi ekki móðga heimamenn (þótt lykt þessi væri slagæð bæjarinns). En hin raunverulega orsök lyktarinnar er sú að það sprakk hjúds leiðsla í síldarbræðsluverksmyðju bæjarins, en hún er í gangi allan sólarhringinn.
Eftir fyrstu tvær sígópásurnar okkar Agga vorum við hættir að taka eftir þessari lykt þó annað fólk sem átti leið inn á hótelið hefði kúgast, gripið fyrir nefið og röflað. Svo, núna áðan er ég skrapp út í sígó fann ég lyktina skyndilega aftur og ákvað að trítla á stjá með myndavélina mína. Þarna er allt í fullum gangi að nóttu sem degi og hitti ég mann sem ég spurði leyfis um myndatöku í húsnæðinu. Fékk ég góðfúslegt leyfi og kom í ljós að maður þessi héti Svavar og hafði unnið fyrir Bjarndísi frænku mína, en hún hýsti okkur einmitt á Ísafirði sem er svo skemmtilega staðsettur akkúrat hinum megin á klakanum okkar.
lyktin var sterk þarna inni, en vandist fjljótt... en nú getum við Aggi gleymt því að eiga í mannlegum samskiptum í þessum fötum í bili samkvæmt heimakunnum. En ég náði góðum myndum og við lentum á góðu spjalli við strák sem vinnur þarna og heitir Jón Sigurðarson og á og rekur vefinn Vopnafjörður.is <-- smelltu hér til að heimsækja (flottar ljósmyndir af bænum). En við fengum góðfúslegt leyfi til þess að trítla um með myndavélina og smella af af bestu lyst frá þessum herramönnum og hér er hluti afrakstrarins:

Hér sprakk víst leiðslan og olli lyktinni miklu 2006.

Jón og Svavar (biður að heilsa Bjarndísi frænku!)

Hver ætli hafi teiknað planið af þessu apparati? o_O

Síldarleki (ég finn lyktina þegar ég skrifa þetta)

Vopnafjarðargull.

Og svo kveðjumynd af verksmyðjunni.

Og ég nenni ekki að setja leið næturinnar inn á íslandskort núna þannig að þið verðið að afsaka.

En nú er ég farinn í hátinn.... í síldarbræðstustybbunni sem ekki lengur er úti, heldur inni hjá okkur. o_O
|