Dagur fimmtán: Laugarvatn - Heim
04/09/06 23:37
Þessi síðasta færsla hringferðarinnar er jafnframt
hundraðasta færsla mín á þessu bloggi, og segið svo
að ég geti ekki planað neitt.
Það gerði þónokkuð rok um nóttina og tjaldið okkar lét eitthvað undarlega. Vindurinn náði upp undir botninn svo maður gekk í bylgjum inni í tjaldinu, en ég var búinn að festa svefn svo ég rumskaði bara einstaka sinnum og fór aftur að sofa. Tilfinningin var svona svolítið eins og ég hefði ímyndað mér að liggja á fljúgandi teppi og því dreymdi mig eitthvað stórfurðulegt sem ég auðvitað gleymdi að skrifa niður, en hefur eflaust verið furðuleg samblanda af Aladdín og kvikmyndinni Turbulence.
Við Aggi vöknuðum, ólíkt venjulega, báðir á sama augnablikinu stundvíslega klukkan tíu, en við gáfumst upp á notgun vekjaraklukkna eftir fyrstu nótt hringferðarinnar. Vitanlega var okkar fyrsta aðgerð að kíkja á Meistarann og fá okkur búrger, en því miður opnaði ekki þar fyrr en klukkan tólf og því var stefnan tekin á veitingahús hinum megin í bænum. Þar var allt upp bókað til klukkan fimm. Bensínstöðin var líka lokuð og opnaði ekki fyrr en ellefu. Nú voru góð ráð dýr, en fyrir einskæra heppni römbuðum við á Meistarann, sem var á eftirlitsferð og spurðum hann ráða. Hann gerðist svo góður að opna spes fyrir okkur og hleypa okkur í samlokur.
22° C og næslegheit við tjaldið okkar um morguninn.
Við átum samlokurnar okkar, kvöddum Hildi og Lalla og lögðum svo af stað heimleiðis... ég í hryllilegum hamborgarafráhvörfum. Við vorum ekkert að stoppa mikið og taka myndir nema rétt svo við Gullfoss og Geysi... Og á meðan ég man, besta kakó sem ég hef fengið fæst við Gullfoss. Við vorum komnir tiltölulega snemma heim og fór restin af deginum í að pakka upp og segja ferðasögur mín megin. En fyrir þá sem vildu fá fleiri myndir af svæðinu sem við ókum í dag bendi ég á ljósmyndasíðuna hér til hægri, þar ættu að vera nokkrar myndir af Árborgarhringnum.
Strokkur að blása úr sér.
Aggi komst vel að orði er hann kallaði þetta legstein. Synd hvað Geysi greyinu var nauðgað á sínum tíma.
Gullfoss og regnbogi.
Aggi spakur við fossinn.
Hér er svo leiðin sem farin var í dag:
...Og HÉR er svo leiðin sem við fórum í heild sinni. En við ókum rúma fjögurþúsund kílómetra (!), en upphaflega planið gerði ráð fyrir um 2700 og mun færri og styttri og betri malarvegum. þannig að við eyddum 20.000 kr. meira í bensín en áður var áætlað var í upphafi ferðar, eða um 50.000 krónur í það heila.
Í heildina litið hvað mig varðar er þetta búið að vera besta fríið mitt til þessa og ég sé ekki eftir neinu, nema þá kanski að hafa ekki séð ALLA smábæina og smellt þar myndum. En tíminn var naumur eins og við nýttum hann; illa en á sem skemmtilegastan hátt.
Á morgun mun ég svo setja inn eitthvað snyðugt úr ferðinni sem ekki kom hér á undan. Takk fyrir að fylgjast með!

Það gerði þónokkuð rok um nóttina og tjaldið okkar lét eitthvað undarlega. Vindurinn náði upp undir botninn svo maður gekk í bylgjum inni í tjaldinu, en ég var búinn að festa svefn svo ég rumskaði bara einstaka sinnum og fór aftur að sofa. Tilfinningin var svona svolítið eins og ég hefði ímyndað mér að liggja á fljúgandi teppi og því dreymdi mig eitthvað stórfurðulegt sem ég auðvitað gleymdi að skrifa niður, en hefur eflaust verið furðuleg samblanda af Aladdín og kvikmyndinni Turbulence.
Við Aggi vöknuðum, ólíkt venjulega, báðir á sama augnablikinu stundvíslega klukkan tíu, en við gáfumst upp á notgun vekjaraklukkna eftir fyrstu nótt hringferðarinnar. Vitanlega var okkar fyrsta aðgerð að kíkja á Meistarann og fá okkur búrger, en því miður opnaði ekki þar fyrr en klukkan tólf og því var stefnan tekin á veitingahús hinum megin í bænum. Þar var allt upp bókað til klukkan fimm. Bensínstöðin var líka lokuð og opnaði ekki fyrr en ellefu. Nú voru góð ráð dýr, en fyrir einskæra heppni römbuðum við á Meistarann, sem var á eftirlitsferð og spurðum hann ráða. Hann gerðist svo góður að opna spes fyrir okkur og hleypa okkur í samlokur.


22° C og næslegheit við tjaldið okkar um morguninn.

Við átum samlokurnar okkar, kvöddum Hildi og Lalla og lögðum svo af stað heimleiðis... ég í hryllilegum hamborgarafráhvörfum. Við vorum ekkert að stoppa mikið og taka myndir nema rétt svo við Gullfoss og Geysi... Og á meðan ég man, besta kakó sem ég hef fengið fæst við Gullfoss. Við vorum komnir tiltölulega snemma heim og fór restin af deginum í að pakka upp og segja ferðasögur mín megin. En fyrir þá sem vildu fá fleiri myndir af svæðinu sem við ókum í dag bendi ég á ljósmyndasíðuna hér til hægri, þar ættu að vera nokkrar myndir af Árborgarhringnum.

Strokkur að blása úr sér.

Aggi komst vel að orði er hann kallaði þetta legstein. Synd hvað Geysi greyinu var nauðgað á sínum tíma.

Gullfoss og regnbogi.


Aggi spakur við fossinn.
Hér er svo leiðin sem farin var í dag:

...Og HÉR er svo leiðin sem við fórum í heild sinni. En við ókum rúma fjögurþúsund kílómetra (!), en upphaflega planið gerði ráð fyrir um 2700 og mun færri og styttri og betri malarvegum. þannig að við eyddum 20.000 kr. meira í bensín en áður var áætlað var í upphafi ferðar, eða um 50.000 krónur í það heila.
Í heildina litið hvað mig varðar er þetta búið að vera besta fríið mitt til þessa og ég sé ekki eftir neinu, nema þá kanski að hafa ekki séð ALLA smábæina og smellt þar myndum. En tíminn var naumur eins og við nýttum hann; illa en á sem skemmtilegastan hátt.
Á morgun mun ég svo setja inn eitthvað snyðugt úr ferðinni sem ekki kom hér á undan. Takk fyrir að fylgjast með!

|