Árshátíðin
Hún var ágæt...
Tónlistin saug trölladela og sömuleiðis maturinn. DJinn forfallaðist á síðustu stundu þannig að það eina sem var hægt að hlusta á voru súrar live hljómsveitir sem eru ekki fyrir minn smekk. Maturinn tók tvær klukkustundir og vorum við læst inni í matsal allan tímann og máttum ekki fara út. Ég hélt að forrétturinn væri aðallrétturinn, þannig að ég át hann í þremur munnbitum og belgdi mig síðan út af brauði... 37 mínútum síðar kom aðalrétturinn... svo þurftum við að bíða í hálftíma eftir eftirréttinum, og við máttum svo ekki fara fyrr en síðasta manneskjan hafði lokið sér af tuttugu mínútum seinna.
Þegar ballið byrjaði þá vorum við einnig læst inni á hótelinu, reyndar var ekkert mál að príla út um glugga á herbergjunum. Það sem gerði árshátíðarferðina peninganna virði voru öll hótelpartýin og allt þetta nýja fólk sem maður kynntist. Laugh

Ég fór í nokkur partý, þar á meðal hékk ég lengi á þriðju hæð, síðan fór ég í annað partý niður á fyrstu hæð og settist við gluggann... Þá labbaði náungi upp að glugganum og bankaði á hann og klifraði síðan inn. Ég, sem var ennþá stilltur á að vera á þriðju hæð hélt ég yrði ekki augnablikinu eldri.
Á ballinu hengdi stelpa svona gerviblóm í skyrtuna mína... allt í gúddí með það, ég trítlaði niður í sal og ætlaði að fá mér sígó, en þá kemur einhver náungi og gargar:

"BLÓÓÓÓM!!!! VÖKVAAAA!!! o_O " og gerir síðan heiðarlega tilraun til þess að hella yfir mig vatni, ég rétt slapp, hálf dauður úr histerísku hláturskasti.



|