Oh... Aggi
kýldi mig... nú verð ég að svara þessu gargani. :/
Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Halda listasýningu.
2. Sofa hjá Sylvíu Nótt (í karakter)
3. Klára háskólanám (í hverju?)
4. Læra Japönsku
5. Læra Rútínu svo ég geti lesið bloggið hans
Agga.
6. Fara til Tokyo.
7. Fara til London.
Sjö hlutir sem ég get:
1. Teiknað með blýanti og penna.
2. Málað.
3. Gert skúlptúra.
4. Tekið fínar ljósmyndir.
5. Ort leirburð.
6. Ritað smásögur.
7. Teiknað í tölvu.
Sjö hlutir sem ég get ekki:
1. Hlustað á meðan ég er að gera eitthvað
annað.
2. Munað fána ýmissa landa.
3. Munað hvar lönd eru á korti.
4. Munað afmælisdaga (hef gleymt mínum eigin nokkrum
sinnum).
5. Sleikt á mér olnbogann.
6. Slitið mig frá tölvunni í meira en
sólarhring.
7. Farið snemma að sofa og sofið til morguns (vakna
alltaf 2-3 eða eitthvað eins og núna).
Sjö hlutir sem heilla mig við hitt
kynið:
1. Flottur magi.
2. Falleg augu.
3. Flott bros.
4. Athyglisverður persónuleiki.
5. Fallegur hlátur.
6. Hegðunarmynstur sem er ekki fráhrindandi (t.d. að
hverfa ekki í nokkra daga eftir djammið eða
eitthvað.
7. Góður húmor.
Sjö frægir kvenmenn sem heilla mig:
1. Kirsten Dunst.
2. Catherina Zeta Jones.
3. Drew Barrimore.
4. Angelina Jolie.
5.
Arg man ekki fleiri frægafólksnöfn í bili
:S.
6. Nibb... ennþá tómur.
7. pluhbluhblahbleh.
Sjö orð eða setningar sem ég segi
oftast:
1. Ha?
2. Já.
3. Nei.
4. http://www.this.is/alliat/blogg
5. "Köffeh!?" eða "kaffús?"
6. Sko.
7. Góðan daginn.
HVERS VEGNA EKKI FIMM HLUTIR!?!? Það eru
alltaf fimm hlutir, ekki sjö!! o_O
Gerði mér verulega erfitt fyrir. :/
Ah og ég ætla að kýla:
Snefu
Möggu
Möggu
Spritta
og Björn
Bjarnason.