Úff úff úff úff...
19/06/05 01:51
Já, það er helst að frétta að þetta opnaðist allt
saman aftur hjá Ella kallinum og þar sem allir
dýralæknar sem ég veit um eru úti á landi stend ég nú
frammi fyrir annari langri nótt inni á klósetti.
HVERS VEGNA Í HOPPANDI HELVÍTI GAT ÞETTA EKKI SKEÐ Á
PABBAHELGI ÞEGAR ÉG ÞYRFTI HVORT SEM ER AÐ HANGA
HEIMA!?!?!?!? -Og hvers vegna þurfti þetta að gerast
AFTUR!?!?!? Aumingja Elli! :S -Það hlýtur að vera
sárt að hafa innyflin hangandi úti.
Annars fór ég á Nick Warren og skemmti mér alveg konunglega, en tónlistin hans er meiri svona hözzltónlist frekar en danstónlist þannig að ég tolldi ekki lengi þarna inni.
Svo fór ég á víkingahátíðina í gær og þaðan í bæinn. Hátíðin var snilld og ég keypti mér nýjan ekta þórshamar úr silfri, en sá gamli týndist þegar ég var í Selinu og ákvað að fá mér sundsprett í nálægri á með vini mínum og tveimur stelpum... Stelpurnar stálu fötunum okkar áður en við fórum upp úr, en ofan á minni fatahrúgu hvíldi hamarinn. Ég leitaði hans ákaft eftir að við höfðum náð stelpunum og sagt þeim til syndanna, en fann hann aldrei. :/
-En nú er ég kominn með nýjan!
Jæja, ég þarf að tjékka á Ella... Vona að allt fari vel... Enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum svona lagað oftar en einu sinni, hvorki menn né dýr. :S

Annars fór ég á Nick Warren og skemmti mér alveg konunglega, en tónlistin hans er meiri svona hözzltónlist frekar en danstónlist þannig að ég tolldi ekki lengi þarna inni.
Svo fór ég á víkingahátíðina í gær og þaðan í bæinn. Hátíðin var snilld og ég keypti mér nýjan ekta þórshamar úr silfri, en sá gamli týndist þegar ég var í Selinu og ákvað að fá mér sundsprett í nálægri á með vini mínum og tveimur stelpum... Stelpurnar stálu fötunum okkar áður en við fórum upp úr, en ofan á minni fatahrúgu hvíldi hamarinn. Ég leitaði hans ákaft eftir að við höfðum náð stelpunum og sagt þeim til syndanna, en fann hann aldrei. :/
-En nú er ég kominn með nýjan!

Jæja, ég þarf að tjékka á Ella... Vona að allt fari vel... Enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum svona lagað oftar en einu sinni, hvorki menn né dýr. :S
|