Dagur fimm: Sauðárkrókur - Akureyri
25/08/06 03:09
Það var nokkuð mikið sjokk að vakna skyndilega í
eitthverju herbergi þegar maður man glöggt eftir því
að hafa tjaldað kvöldið áður... En svo ryfjaðist
kvöldið hratt upp og við Aggi drifum okkur út að
ganga frá tjaldinu og finna okkur eitthvað í matinn.
Við fengum okkur æti á Kaffi Króki, en þar var ekkert
þráðlaust net svo ekki gat ég sett inn bloggið þar.
Við tókum smávegis rúnt um Sauðárkrók og tókum myndir og lögðum svo af stað til Akureyrar. Við fengum smávegis rigningu á leiðinni og stoppuðum því ekkert verulega oft. En þó urðum við að stoppa við Hraundranga og príla upp að honum, taka myndir og leggja okkur í hlíðinni. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert hingað til er að hlaupa eins hratt og ég get niður bratta fjallshlíð. Maður fer svona 15 - 20 metra í hverju spori og er á svona sjötíu - áttatíu kílómetra hraða... Hlaupandi! En það er hryllilega erfitt að stoppa. :/
Hraundrangi er flottasta fjallið sem ég hef séð hingað til í ferðinni, en við eigum rúman helming eftir af ferðinni svo ég ætla ekki að segja mikið.
Aggi kominn á ról á Sauðárkróki.
Minnisvarði um hross (hehe) á Sauðárkróki.
Hraundrangi.
Regn í fjarska.
Á leiðinni til Akureyrar hringdi ég í Dagmar og hún spurði mig hvort við yrðum í bænum á laugardaginn og mæta á Akureyrarvökuna... -"Akureyrarmökun!?" o_O
Ég tek það fram að símasambandið var slæmt og læt það duga sem afsökun fyrir misheyrn minni.
Hér á Akureyri þekkir Aggi sig vel, enda ættaður héðan. Við gistum hjá Ástu ömmu hans.
Sjálfur hef ég komið hingað þegar ég var um átta ára, en þá ókum við nánast beint í gegn um bæinn, enda förinni heitið beint til Húsavíkur.
Við hittum Dagmar og hún sýndi okkur bæinn sinn, en mér finnst ég ekki vera á Íslandi þegar ég er hérna. Þegar ég gekk um aðalgötuna fannst mér ég vera í Danmörku eða eitthvað, það er svona erlendur stemmari hérna.... tjah, og svo það að allt fólk sem maður mætir á leiðinni er að babbla eitthvað random tungumál og sjaldan Íslensku. Þetta er svolítið eins og ef Laugarvegurinn væri tekinn og settur í Kópavoginn. Þetta er bær andstæðna... Við enduðum daginn á því að lepja öl á skemmtistaðnum Amor... og viti menn, staðurinn lítur út eins og Hverfisbarinn, en hefur stemninguna af Celtic...
Eftir lokun grófum við upp gítarinn úr bílnum, settumst á vegkant og sungum nokkur vel valin lög áður en við skelltum okkur í háttinn.
Peningur sem fór í bensín í dag: Núll krónur... og tankurinn er ennþá fullur.
Og meðan ég man, ég er búinn að setja inn nokkrar myndir við bloggfærsluna um fyrsta daginn sem við lögðum af stað.
Að auki má skoða ca. 180° mynd af Hólmavíkurhöfn með því að smella HÉRNA.
Hér er svo leiðin sem var farin í dag:
Við tókum smávegis rúnt um Sauðárkrók og tókum myndir og lögðum svo af stað til Akureyrar. Við fengum smávegis rigningu á leiðinni og stoppuðum því ekkert verulega oft. En þó urðum við að stoppa við Hraundranga og príla upp að honum, taka myndir og leggja okkur í hlíðinni. Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert hingað til er að hlaupa eins hratt og ég get niður bratta fjallshlíð. Maður fer svona 15 - 20 metra í hverju spori og er á svona sjötíu - áttatíu kílómetra hraða... Hlaupandi! En það er hryllilega erfitt að stoppa. :/
Hraundrangi er flottasta fjallið sem ég hef séð hingað til í ferðinni, en við eigum rúman helming eftir af ferðinni svo ég ætla ekki að segja mikið.

Aggi kominn á ról á Sauðárkróki.

Minnisvarði um hross (hehe) á Sauðárkróki.

Hraundrangi.

Regn í fjarska.
Á leiðinni til Akureyrar hringdi ég í Dagmar og hún spurði mig hvort við yrðum í bænum á laugardaginn og mæta á Akureyrarvökuna... -"Akureyrarmökun!?" o_O
Ég tek það fram að símasambandið var slæmt og læt það duga sem afsökun fyrir misheyrn minni.
Hér á Akureyri þekkir Aggi sig vel, enda ættaður héðan. Við gistum hjá Ástu ömmu hans.
Sjálfur hef ég komið hingað þegar ég var um átta ára, en þá ókum við nánast beint í gegn um bæinn, enda förinni heitið beint til Húsavíkur.
Við hittum Dagmar og hún sýndi okkur bæinn sinn, en mér finnst ég ekki vera á Íslandi þegar ég er hérna. Þegar ég gekk um aðalgötuna fannst mér ég vera í Danmörku eða eitthvað, það er svona erlendur stemmari hérna.... tjah, og svo það að allt fólk sem maður mætir á leiðinni er að babbla eitthvað random tungumál og sjaldan Íslensku. Þetta er svolítið eins og ef Laugarvegurinn væri tekinn og settur í Kópavoginn. Þetta er bær andstæðna... Við enduðum daginn á því að lepja öl á skemmtistaðnum Amor... og viti menn, staðurinn lítur út eins og Hverfisbarinn, en hefur stemninguna af Celtic...
Eftir lokun grófum við upp gítarinn úr bílnum, settumst á vegkant og sungum nokkur vel valin lög áður en við skelltum okkur í háttinn.
Peningur sem fór í bensín í dag: Núll krónur... og tankurinn er ennþá fullur.
Og meðan ég man, ég er búinn að setja inn nokkrar myndir við bloggfærsluna um fyrsta daginn sem við lögðum af stað.
Að auki má skoða ca. 180° mynd af Hólmavíkurhöfn með því að smella HÉRNA.
Hér er svo leiðin sem var farin í dag:

|